Félags- og tómstundanefnd - 279
Málsnúmer 2008006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020
Fundargerð 279. fundar félags- og tómstundanefndar frá 26. ágúst 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
- .1 2004194 Sumarstörf fyrir námsmenn 2020Félags- og tómstundanefnd - 279 Þorvaldur fór yfir stöðuna eftir sumarið hvað varðar sumarstörf námsmanna. Sótt var um 22 störf frá VMST og fengum úthlutað 9 störfum. Um var að ræða sérstakt átaksverkefni rískisstjórnarinnar vegna Covid-19. Störfin sem ráðið var í voru ýmist í frístunda- og íþróttaþjónustu eða menningar- og kynningarmálum. Atvinnuástand í sveitarfélaginu var betra en búist var við og er ekki vitað um nein ungmenni sem voru án atvinnu í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- .2 2001067 Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd frístundaþjónustuFélags- og tómstundanefnd - 279 Kynntar voru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarndi stuðningsþarfir. Unnið er að því að útfæra og aðlaga reglur og verklag að þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt þarf að meta þann kostnaðarauka sem reglur þessar hafa í för með sér. Málið verður kynnt frekar þegar vinnu við útfærslu er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- .3 2005108 Réttur til atvinnuleysisbóta og eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélagaFélags- og tómstundanefnd - 279 Kynnt var erindi Félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rétt til atvinnuleysisbóta og/eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Farið var yfir stöðuna í sveitarfélaginu með tilliti til endurmats á reglum um fjárhagsaðstoð. Ekki er talið að erindið gefi tilefni til að breyta reglum sveitarfélagsins að svo stöddu. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- .4 2005187 Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19Félags- og tómstundanefnd - 279 Félagsmálastjóri upplýsti að sótt hefði verið um styrk vegna félagsstarfs fullorðinna 67 ára og eldri í tengslum við Covid-19. Styrkur að upphæð rúm ein milljón króna fékkst til verkefnis sem fengið hefur nafnið ,,Félagsmiðstöð á flakki". Verkefnið, sem er tímabundið, gengur út á að ná til eldri borgara í félagsstarfi af ýmsu tagi í nærumhverfi heimilis, t.d. í félagsheimilum í sveitarfélaginu. Verkefnið fer af stað nú á haustmánuðum. Starfsmenn félagsþjónustu munu fara á milli og hvetja til samveru, samtals og afþreyingar meðal eldri borgara. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- .5 2008152 Fundir félags- og tómstundanefndar haust 2020Félags- og tómstundanefnd - 279 Fundardagar félags- og tómstundanefndar voru dagsettir fram að áramótum, 24. september, 22, október, 26. nóvember og 10. desember. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.