Fara í efni

Fræðslunefnd - 158

Málsnúmer 2008007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020

Fundargerð 158. fundar fræðslunefndar frá 27. ágúst 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Axel Kárason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 158 Skóladagatöl leikskólanna lögð fram. Vegna aðstæðna í kjölfar Covid þarf að gera breytingar á dagatölunum. Fræðslunefnd samþykkir þau og felur sviðsstjóra að ganga frá þeim í samræmi við umræður og upplýsingar sem fram komu á fundinum. Foreldraráð leikskólanna hafa fjallað um þau og samþykkt þau fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Lagt fram erindi um að 5 ára barn í Sveitarfélaginu Skagafirði fái að nýta skólabíl á milli heimils og leikskólans á Hofsósi. Skv. 5. grein reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli er ekki heimilt að taka aðra farþega í bílinn en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar. Hér er um að ræða barn sem á lögheimili í öðru sveitarfélagi. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Fræðslunefnd telur mikilvægt að 5 ára börn í sveitarfélaginu hafi möguleika á að sækja leikskóla þar sem mikilvægur undirbúningur undir grunnskólagöngu fer fram. Svo hægt sé að samþykkja erindið þarf að liggja fyrir vilji skólabílstjóra til að aka barninu og jafnframt þarf að liggja fyrir að aksturinn hafi ekki aukalegan kostnað í för með sér fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Vegna leikskóladvalar þarf einnig að liggja fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags um greiðslu hluta sveitarfélaga í kostnaði við leikskóladvöl.
    Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum samþykkir fræðslunefnd að barn þetta fái að nýta skólabílinn. Nefndin áskilur sér jafnframt rétt til að afturkalla heimildina þyki sýnt að samþykkt þessi valdi miklu óhagræði í akstrinum eða hafi aukalegan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Eitt mál á dagskrá. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Borist hefur erindi frá móður barns í dreifbýli þar sem óskað er eftir því að barn viðkomandi hefji sína skólagöngu í Varmahlíðarskóla skólárið 2021 ? 2022 í stað Grunnskólans austan Vatna á Hólum, sem er skólahverfi viðkomandi samkvæmt búsetu. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um skólasókn í öðru skólahverfi skulu börn á grunnskólaaldri sækja skóla í sínu skólahverfi. Hins vegar er fræðslunefnd heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu ef málefnaleg sjónarmið liggja fyrir og skal sækja um undanþágu með skriflegri og rökstuddri beiðni til fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir að veita undanþágu vegna grunnskólagöngu barnsins með þeim skilyrðum að foreldrar sjái um skólaakstur ef gerðar verða breytingar á akstursleiðum að loknum samningstíma skv. útboði á skólaakstri árin 2018 ? 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Fræðsluþjónustan hefur í samstarfi við grunnskólastjóra unnið að gerð samræmdra reglna um skólasókn nemenda í grunnskólum í Skagafirði. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því að setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu og felur sviðsstjóra og fræðslustjóra að ljúka henni sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • .6 1906241 Samræmd próf
    Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði sem fóru fram í mars s.l. Fræðslustjóri fór yfir helstu niðurstöður. Fræðslunefnd hvetur skólana til að rýna niðurstöður vel og bregðast við því sem betur má fara. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram til kynningar ársskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Fræðslustjóri fór yfir skýrslurnar. Fræðslunefnd þakkar skýrslurnar og þakkar bæði stjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir einstaka lausnamiðun, samstöðu og jákvæðni í starfi á fordæmalausum tímum í samfélaginu vegna Covid-19. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla. Fræðslustjóri fór yfir skýrslurnar og kynnti helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar faglegum vinnubrögðum grunnskólanna. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 158 Fræðslunefnd samþykkir að fundir nefndarinnar til áramóta verði sem hér segir: 16. september, 14. október, 10. nóvember og 2. desember. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.