Skólaganga í öðru skólahverfi
Málsnúmer 2008085
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 27.08.2020
Borist hefur erindi frá móður barns í dreifbýli þar sem óskað er eftir því að barn viðkomandi hefji sína skólagöngu í Varmahlíðarskóla skólárið 2021 ? 2022 í stað Grunnskólans austan Vatna á Hólum, sem er skólahverfi viðkomandi samkvæmt búsetu. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um skólasókn í öðru skólahverfi skulu börn á grunnskólaaldri sækja skóla í sínu skólahverfi. Hins vegar er fræðslunefnd heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu ef málefnaleg sjónarmið liggja fyrir og skal sækja um undanþágu með skriflegri og rökstuddri beiðni til fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir að veita undanþágu vegna grunnskólagöngu barnsins með þeim skilyrðum að foreldrar sjái um skólaakstur ef gerðar verða breytingar á akstursleiðum að loknum samningstíma skv. útboði á skólaakstri árin 2018 ? 2023.