Fara í efni

Samræmdar reglur um skólasókn í grunnskólum

Málsnúmer 2008112

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 27.08.2020

Fræðsluþjónustan hefur í samstarfi við grunnskólastjóra unnið að gerð samræmdra reglna um skólasókn nemenda í grunnskólum í Skagafirði. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því að setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu og felur sviðsstjóra og fræðslustjóra að ljúka henni sem fyrst.