Borist hafa upplýsingar um að Vegagerðin áformi að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. Það lýsir fáheyrðu ábyrgðarleysi að stefna í hættu áratugabaráttu gegn hættulegasta sauðfjársjúkdómi síðari ára og ætla ekki að endurnýja ristahlið á Þjóðvegi 1 við Héraðsvötn sem gegnir mikilvægu hlutverki í smitvörnum á milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust yfir 20 ár. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í að reyna að uppræta riðuveiki í landinu um árabil með ágætum árangri og skæklatog einstakra stofnana ríkisins um kostnað við að viðhalda þeim árangri má einfaldlega ekki stefna því í hættu. Vegagerðin, Matvælastofnun og Atvinnuvegaráðuneytið verða einfaldlega að leysa málið sín á milli og það strax. Landbúnaðarnefnd mun óska eftir fundi með forráðamönnum MAST og Vegagerðarinnar hið fyrsta vegna málsins.
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. Það lýsir fáheyrðu ábyrgðarleysi að stefna í hættu áratugabaráttu gegn hættulegasta sauðfjársjúkdómi síðari ára og ætla ekki að endurnýja ristahlið á Þjóðvegi 1 við Héraðsvötn sem gegnir mikilvægu hlutverki í smitvörnum á milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust yfir 20 ár. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í að reyna að uppræta riðuveiki í landinu um árabil með ágætum árangri og skæklatog einstakra stofnana ríkisins um kostnað við að viðhalda þeim árangri má einfaldlega ekki stefna því í hættu. Vegagerðin, Matvælastofnun og Atvinnuvegaráðuneytið verða einfaldlega að leysa málið sín á milli og það strax. Landbúnaðarnefnd mun óska eftir fundi með forráðamönnum MAST og Vegagerðarinnar hið fyrsta vegna málsins.