Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis
Málsnúmer 2008142
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 928. fundur - 02.09.2020
Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi úttekt ráðuneytisins á þeim samningum sem Sveitarfélagið Skagafjörður starfaði eftir þegar úttektin var gerð í upphafi árs 2018. Ráðuneytið gerir athugasemdir við stofnsamning Norðursorps (Norðurá) bs. frá árinu 2005. Einnig samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá árinu 2017 og samkomulag um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra frá sama ári. Að lokum er gerð athugasemd við samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um ýmsa þjónustu frá árinu 1999 og samkomulag um rekstur Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólans Birkilundar, milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, frá árinu 1999. Á árinu 2019 var gerður þjónustusamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem uppfyllir þau skilyrði sem krafist er og tók hann gildi 1. janúar 2019 og féllu framangreindir samningar þá úr gildi.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins í framangreindu erindi að það yfirfari framangreinda samninga og bæti úr annmörkum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að endurskoða samningana í samráði við viðkomandi samstarfsaðila.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins í framangreindu erindi að það yfirfari framangreinda samninga og bæti úr annmörkum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að endurskoða samningana í samráði við viðkomandi samstarfsaðila.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 989. fundur - 10.11.2021
Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 417. fundur - 24.11.2021
Vísað frá 989. fundi byggðarráðs frá 10. nóvmember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
Ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamningasveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að töluverðir annmarkar eru á fjölmörgum samningum sveitarfélaga um samvinnu þeirra á milli. Ráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gildaum samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga. Ráðuneytið mun fylgja leiðbeiningunum eftir með því að upplýsa sveitarfélög um athugasemdir þess við einstaka samninga en öllum sveitarfélögum landsins mun berast bréf þessefnis á næstu dögum. Sveitarfélögum verður gefinn frestur til að gera úrbætur og af þeim svörum mun ráðast hvort tilefni er til að taka einstaka samninga til frekari umfjöllunar.
Nánari uppplýsingar er að finna á fréttasíðu stjórnarráðsins.