Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

927. fundur 26. ágúst 2020 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði

Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.Lögð fram skýrsla starfshóps um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði frá júní 2020. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður starfshópsins og Kristinn Hjálmarsson kom á fundinn og kynntu skýrsluna.
Byggðarráð þakkar fyrir góða vinnu starfshópsins og samþykkir að halda áfram með verkefnið. Samþykkt að setja málið aftur á dagskrá næsta byggðarráðsfundar.

2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram upplýsingar frá Festi í bréfi dagsettu 18. ágúst 2020, varðandi bensínleka frá bensínstöð N1 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela Steini að framkvæmd verði sýnataka úr fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi og að gerð verði áætlun um frekari rannsóknir á menguninni af hálfu sveitarfélagsins.

3.Stóragerði lóð 1 (L208713)- Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 2008135Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 2008144, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. ágúst 2020. Með umsókn dagsettri 7. júlí 2020 sækir Sólveig Jónasdóttir, kt. 300453-5899, Stóra-Gerði, 566 Hofsós, f.h. Stóragerði ehf., kt.450713-0230, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Samgöngusafninu í Stóragerði, 566 Hofsós. Fnr. 226-8455.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Samráð; Áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála

Málsnúmer 2008169Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis

Málsnúmer 2008142Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem ráðuneytið vill vekja athygli á eftirfarandi:
Ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamningasveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að töluverðir annmarkar eru á fjölmörgum samningum sveitarfélaga um samvinnu þeirra á milli. Ráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gildaum samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga. Ráðuneytið mun fylgja leiðbeiningunum eftir með því að upplýsa sveitarfélög um athugasemdir þess við einstaka samninga en öllum sveitarfélögum landsins mun berast bréf þessefnis á næstu dögum. Sveitarfélögum verður gefinn frestur til að gera úrbætur og af þeim svörum mun ráðast hvort tilefni er til að taka einstaka samninga til frekari umfjöllunar.
Nánari uppplýsingar er að finna á fréttasíðu stjórnarráðsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.