Lagt fram erindi um að 5 ára barn í Sveitarfélaginu Skagafirði fái að nýta skólabíl á milli heimils og leikskólans á Hofsósi. Skv. 5. grein reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli er ekki heimilt að taka aðra farþega í bílinn en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar. Hér er um að ræða barn sem á lögheimili í öðru sveitarfélagi. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Fræðslunefnd telur mikilvægt að 5 ára börn í sveitarfélaginu hafi möguleika á að sækja leikskóla þar sem mikilvægur undirbúningur undir grunnskólagöngu fer fram. Svo hægt sé að samþykkja erindið þarf að liggja fyrir vilji skólabílstjóra til að aka barninu og jafnframt þarf að liggja fyrir að aksturinn hafi ekki aukalegan kostnað í för með sér fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Vegna leikskóladvalar þarf einnig að liggja fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags um greiðslu hluta sveitarfélaga í kostnaði við leikskóladvöl. Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum samþykkir fræðslunefnd að barn þetta fái að nýta skólabílinn. Nefndin áskilur sér jafnframt rétt til að afturkalla heimildina þyki sýnt að samþykkt þessi valdi miklu óhagræði í akstrinum eða hafi aukalegan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið.
Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum samþykkir fræðslunefnd að barn þetta fái að nýta skólabílinn. Nefndin áskilur sér jafnframt rétt til að afturkalla heimildina þyki sýnt að samþykkt þessi valdi miklu óhagræði í akstrinum eða hafi aukalegan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið.