Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 933

Málsnúmer 2009019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Fundargerð 933. fundar byggðarráðs frá 30. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lögð fram drög að kaupsamningi Menningarseturs Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fasteignir og hlunnindi menningarsetursins. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar Menningarseturs Skagfirðinga auk Sesselju Árnadóttur lögfræðings hjá KPMG hf.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna með stjórn Menningarseturs Skagfirðinga til að fullklára samninginn og leggja aftur fyrir byggðarráð þegar hann er tilbúinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2020, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 02.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 193/2020, "Drög að frumvarpi til laga breytingu á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur". Umsagnarfrestur er til og með 03.10.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. september 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 195/2020, "Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.