Fara í efni

Áskorun - Félag íslenskra handverksbrugghúsa

Málsnúmer 2009089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 930. fundur - 16.09.2020

Lögð fram ódagsett áskorun frá stjórn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa til dómsmálaráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarfólks.
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur.