Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

930. fundur 16. september 2020 kl. 11:30 - 12:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur

Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

3.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði

Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði. Starfshópurinn lagði fram skýrslu sína á fundi byggðarráðs þann 26. ágúst 2020.
Málið rætt og samþykkt að vinna frekar að þeim hugmyndum sem upp komu á fundinum.

4.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2008235Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Meginefni viðaukans er hækkun launakostnaðar vegna kjarasamningsbreytinga sem hafa orðið á árinu 2020 með nýjum kjarasamningum. Launahækkunin er áætluð 276 mkr. en upp í hana var til óráðstafaður launapottur sem gengur á móti að fjárhæð 136 mkr., þannig að hækkun launakostnaðar í viðaukanum er 140 mkr. Einnig er gerðar breytingar á tekjum um 49 mkr. og munar þar mest lækkun tekna í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ út af Covid-19, 40 mkr. Lagt er til að þessum breytingum í rekstri verði mætt með nýrri lántöku að fjárhæð allt að 191.227 þús.kr. Einnig er í þessum viðauka leiðrétt upphafsstaða áætlunar efnahags til samræmis við ársreikning 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgeiðslu sveitarstjórnar.

5.Áskorun - Félag íslenskra handverksbrugghúsa

Málsnúmer 2009089Vakta málsnúmer

Lögð fram ódagsett áskorun frá stjórn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa til dómsmálaráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarfólks.
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur.

6.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)

Málsnúmer 2009063Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.

7.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.))

Málsnúmer 2009067Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 173/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).". Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

8.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99 1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða).

Málsnúmer 2009068Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 177/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða)." Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.
Byggðarráð tekur jákvætt í frumvarpið.

9.Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024

Málsnúmer 2007021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 2. júlí 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.

10.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 2009097Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 8. september 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga fari fram með breyttu sniði í ár. Dagana 1. og 2. október 2020 verður hún alfarið á netinu í tvo tíma hvorn dag. Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur.

Fundi slitið - kl. 12:50.