Skólaasktur á Sauðárkróki
Málsnúmer 2009119
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 163. fundur - 02.12.2020
Á fundi sínum fyrr í dag gerði byggarráð eftirfarandi bókun: ,,Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja almenningssamgöngur á Sauðárkróki, í tilraunaskyni til 26. mars 2021 og einungis innan þéttbýlisins. Skólabörnum er heimilt að nýta sér þessar ferðir og hafa þar forgang umfram fullorðna. Allar ferðir þessara almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu vera gjaldfrjálsar á tímabilinu. Lögð skal áhersla á að öryggi þeirra sem nýta sér slíkar samgöngur verði sem best tryggðar, m.a. með reglum um hámarkshraða.
Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið."
Með hliðsjón af bókun byggðarráðs samþykkir fræðslunefnd að fella niður áform um skólaakstur sbr. bókun nefndarinnar 16. október s.l.
Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið."
Með hliðsjón af bókun byggðarráðs samþykkir fræðslunefnd að fella niður áform um skólaakstur sbr. bókun nefndarinnar 16. október s.l.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, leggur fram eftirfarndi bókun: ,, VG og óháðir standa ekki að afgreiðslu nefndarinnar vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að þessu útboði og afgreiðslu þessa máls. Þá bárust fundargögn málsins ekki á tilskildum tíma á því formi sem auðvelt var að nálgast. Óskað er eftir því að leiðbeiningar um mismunandi leiðir við að opna fundarskjöl verði gefnar út."
Axel Kárason og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúar meirihluta í sveitarstjórn, leggja fram eftirfarandi bókun: ,,Harma ber hve útboðsferlið tók langan tíma, en ítrekað að útboðsferlið tafðist þrátt fyrir að hafa verið undirbúið strax í janúar á þessu ári. Röð atvika orsakaði tafir en útboðið var jafnframt það fyrsta sem starfsmenn sveitarfélagsins undirbjuggu samkvæmt stöðlum Evrópska efnahagssvæðisins. Það var vel að því staðið og þökkum við vel unnin störf."
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað: ,,fræðslunefnd ákvað 30. janúar að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki, fræðslunefndin hefur ekki fjallað um málið þar til í dag 16. september og þá er málið komið á þá leið að samþykkt hefur verið tilboð í verkið og sú samþykkt komin í kæruferli. Ljóst er að fræðslunefnd stóð ekki að umræddri ákvörðun, en samkvæmt samþykktum Sveitarfélgasins Skagafjarðar þá er það fræðslunefnd sem skal fara með og taka ákvörðun um skólaakstur í grunnskóla.