Aðsóknartölur sundlauganna 2020
Málsnúmer 2009192
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 280. fundur - 24.09.2020
Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauganna fyrir sumarið 2020. Aðsókn var með miklum ágætum í sumar, sér í lagi í Varmahlíð þar sem metfjöldi gesta heimsótti laugina. Félags- og tómstundanefnd fagnar aukningu meðal gesta og hvetur heimafólk sem og gesti fjarðarins til þess að nýta laugarnar áfram sér til heilsubótar.