Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðsóknartölur sundlauganna 2020
Málsnúmer 2009192Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauganna fyrir sumarið 2020. Aðsókn var með miklum ágætum í sumar, sér í lagi í Varmahlíð þar sem metfjöldi gesta heimsótti laugina. Félags- og tómstundanefnd fagnar aukningu meðal gesta og hvetur heimafólk sem og gesti fjarðarins til þess að nýta laugarnar áfram sér til heilsubótar.
2.Hús frítímans 2020-2021
Málsnúmer 2009191Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem tímatafla Húss frítímans fyrir starfsárið 2020-2021 var kynnt. Farið var yfir fyrirkomulag starfsins á komandi vetri.
3.Sumar-TÍM 2020
Málsnúmer 2009190Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla vegna starfsemi Sumar-TÍM fyrir sumarið 2020. Fyrirkomulag og niðurstöður sumarins ræddar. Nefndin þakkar starfsmönnum Sumar-TÍM fyrir vel unnin störf í sumar.
4.Vinnuskóli 2020
Málsnúmer 2009189Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla vegna starfsemi Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir sumarið 2020 og þakkarbréf frá Sjávarútvegskóla unga fólksins, sem rekinn var á Sauðárkóki í fyrsta skipti í júní fyrir nemendur í ´06 árgangnum. Fyrirkomulag og niðurstöður sumarins ræddar. Nefndin þakkar starfsmönnum vinnuskóla og Sjávarútvegskóla unga fólksins fyrir vel unnin störf í sumar.
5.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum
Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að útfæra framkvæmd verkefnisins og leggja fram drög að reglum á næsta fundi ráðsins
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að útfæra framkvæmd verkefnisins og leggja fram drög að reglum á næsta fundi ráðsins
Fundi slitið - kl. 16:15.