Fara í efni

Birkimelur 28 og 30 lóðarmál

Málsnúmer 2009194

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun tveggja lóða fyrir íbúðarhús við enda núverandi götu, Birkimels í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar verði númer 28 og 30 við Birkimel. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð. Stærð lóða er á milli 800-900 m2 hvor.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóða.

Skipulags- og byggingarnefnd - 405. fundur - 29.04.2021

Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðirnar númer 28 og 30 við Birkimel í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin númer 28 verði 864,0m² og lóðin númer 30 verði 880,0m²
Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð.
Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og koma skilmálar fram á lóðarblöðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblöðin og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðanna og að auglýsa þær til úthlutunar.