Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

405. fundur 29. apríl 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - Breyting á gildandi deiliskipulagi

Málsnúmer 2001053Vakta málsnúmer

Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi svokallaðs „mjólkursamlagsreit“. Breytingin felur í sér eftirfarandi:
Breyting á uppdrætti:
Lóðamörk á milli Skagfirðingabraut 51 og Ártorgs 1 breytast þannig að afmörkun sem gengur norður af skrifstofu- og verslunarhúsnæði færist um tæpa 28 m til austurs. Lóð Skagfirðingabrautar 51 verður 17.061 m² og lóð Ártorgs 1 verður 13.352 m². Samanlögð stærð lóðanna er því 30.413 m² en var skráð 30.841 m² fyrir breytingu. Leiðrétt er misskráning á lóðarstærð Ártorgs 1. Byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 stækkar í 9.486 m² en byggingarreitur á Ártorgi 1 helst óbreyttur. Hámarks nýtingarhlutfall beggja lóða verður 0,7 og hámarksbrúttóflatarmál á fullbyggðum lóðum hækkar í 11.943 m² fyrir Skagfirðingabraut 51 og 9346 m² fyrir Ártorg 1. Hámarks hæðafjöldi er óbreyttur. Staðsetning hráefnis- og mjöltanks sýnd á uppdrætti. Tankar skulu standa við byggingarreit eins og sýnt er á uppdrætti en heimilt er að hliðra þeim samhliða línu byggingarreits.
Aðkoma að norðanverðu inn á Skagfirðingabraut 51 færist til austurs og aðkoma að austanverðu færist til norðurs. Um aðkomu að austanverðu er yfirferðarréttur fyrir umferð að Ártorgi 1. Þá fækkar bílastæðum á Skagfirðingabraut 51, um 13 og á Ártorgi 1 um 36.
Breyting í greinargerð:
Við lið 7 í kafla um byggingarskilmála bætist:
„Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa eimingarturn upp í hæðakóta 16,40 í hæðakerfi Sauðárkróks.“
8. liður í kafla byggingarskilmála breytist þannig:
„Á byggingarreitum skal byggja atvinnuhús, hús fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki og mannvirki sem tengjast starfsemi á svæðinu, úrvinnslu hráefna og hreinsunar frárennslis. Innan lóðar Skagfirðingabrautar 51 verður heimilt að setja niður allt að 35.000 L safntank fyrir etanól. Safntankur verður niðurgrafinn og telst ekki sem hluti af nýtingarhlutfalli. Á lóð Skagfirðingabrautar 51 er heimilt að reisa mjöltank og hráefnistank utan byggingarreits, en þeir skulu þó standa við húsvegg eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti.“ Skilmálar um íbúðir á efri hæðum húsa falla út. Tillagan, dags. 11.2.2021, er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu, og samræmist nýrri tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem er í skipulagsferli, og er svæðið skilgreint sem M 4.2.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.

2.Melatún 5 - Fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 2104070Vakta málsnúmer

Hákon Ingi Sveinbjörnsson arkitekt kt. 301079-5679, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að gera breytingu á lóð 5, við Melatún á Sauðárkróki, sem fæli í sér að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni. Með þeirri breytingu skv. meðfylgjandi gögnum væri einnig um að ræða færslu/stækkun á byggingarreit til norðurs um 90 cm.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að stækkun lóðar til norðurs til samræmis við umræður á fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.

3.Melatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2104120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Ragnari Helgasyni kt. 090888-3239 og Erlu Hrund Þórarinsdóttur kt. 090689-2829, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Melatún á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir í verki 3146, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, ásamt viðauka, dagsettir 14. apríl 2021. Óskað afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til umsóknarinnar þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 5. og 7. tölulið byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en leggur til að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123.2010

4.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - óskir um umsagnir

Málsnúmer 2010190Vakta málsnúmer

Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi Sveitarfélagsins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, sem er í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123. 2010, frá 16 apríl til 28. maí n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

5.Endurskoðun Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - Tillaga til þingsályktunar

Málsnúmer 2104129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
15. apríl 2021. Frá nefndarsviði Alþingis.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þingskjal 1184- mál 705. Óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

6.Skarðseyri 1 og 2 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2104142Vakta málsnúmer

Ásmundur J. Pálmason f.h. Steypustöðvar Skagafjarðar kt. 671272-2349, leggur fram ósk um stækkun á núverandi lóð Steypustöðvarinnar. Ósk um stækkun lóðar er framkomin vegna fyrirhugaðra bygginga við Skarðseyri 2, og stækkunar á blöndunarstöð við Skarðseyri 1 á Sauðárkróki. Fyrir liggur tillaga að stækkun lóðar, gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að fullvinna lóðarblað og önnur gögn til skráningar og gerð lóðarleigusamnings.

7.Norðurbrún 9b - afmörkun lóðar

Málsnúmer 2009270Vakta málsnúmer

Á fundi 387 í skipulags- og byggingarnefnd fól nefndin skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði íbúðarhúsalóðar, Norðurbrún 9b sem er autt svæði á milli Norðurbrúnar 9 og 11 í Varmahlíð. Tillagan liggur fyrir og hefur verið grenndarkynnt. Borist hafa athugasemdir við tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður nefndarinnar.

8.Kálfsstaðir L146469 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104162Vakta málsnúmer

Helgi Kjartansson kt. 030270-5419 byggingartæknifræðingur, f.h. landeigenda Kálfsstaða í Hjaltadal, leggur fram umsókn um leyfi til byggingar hesthúss og reiðskála skv. meðfylgjandi gögnum. Aðkoma að nýrri byggingu er um aðkomuveg að núverandi hesthúsi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

9.Strenglagnir Varmahlíð að Gili - Kolgröf að Syðra Vatni - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2104195Vakta málsnúmer

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 12kv háspennustrengs frá Aðveitustöð í Varmahlíð norður að Gili og einnig frá Kolgröf að Syðra-Vatni í Skagafirði. Verkið fellst í plægingu á 12kv háspennustrengjum ásamt lagspennuheimtaugum og uppsetningu á jarðspennistöðvum. Framkvæmdin mun leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Vegagerðarinnar, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

10.Strenglagnir í Fljótum - Umsókn um framkvæmdaleyfi (Skeiðsfoss-Ketilás)

Málsnúmer 2104194Vakta málsnúmer

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum, Skagafirði.
Verkið fellst í plægingu á 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási og mun strengurinn leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur samið við fornleifafræðing um gerð úttektar á fornminjum á strengleiðinni og hefur einnig fengið fiskifræðing til að vinna umsögn vegna þverunar strengs yfir Þverá. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

11.Laugavegur 19 - afmörkun lóðar

Málsnúmer 2009269Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðina Laugavegur 19, í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir stærð lóðar upp á 973,7 m2, byggingarreit 195 m2. Tvíhallandi þak 14° - 20°. Hámarkshæð húss upp á samtals 7 m á tveimur hæðum. nýtingarhlutfall upp á 0,31.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og að auglýsa lóðina til úthlutunar.

12.Birkimelur 28 og 30 lóðarmál

Málsnúmer 2009194Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðirnar númer 28 og 30 við Birkimel í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin númer 28 verði 864,0m² og lóðin númer 30 verði 880,0m²
Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð.
Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og koma skilmálar fram á lóðarblöðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblöðin og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðanna og að auglýsa þær til úthlutunar.

13.Glæsibær L179407 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2102136Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 11. mars sl. óskar Sævar Þór Geirsson kt. 150152-4619 fyrir hönd eigenda Glæsibæjar land, L179407 eftir breyttri skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð. Glæsibær land er í dag skráð 1,7 ha. sumarbústaðaland sem á stendur 59,2 m² frístundahús. Umrætt land liggur á milli tveggja frístundalóða-sumarbústaðalanda. Aðkoma að þessum þremur lóðum liggur um land Stekkholts 1 L145976 og Stekkholts 2 L221929, meðfram íbúðarhúsalóðinni Stekkholt L191981 sem er fjöleignahúsalóð.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afstaða eigenda Stekkholts, og Stekkholts 1 og 2 varðandi yfirferðarrétt að umræddri lóð.

Fundi slitið - kl. 18:00.