Fara í efni

Vélaval - Fyrirspurn um stækkun lóðar í Varmahlíð

Málsnúmer 2009258

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 14. fundur - 30.09.2020

Fyrir liggur fyrirspurn frá Vélaval um stækkun lóðar. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að senda málið til skipulagslegrar meðferðar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Ívar Örn Bjarnason f.h. Vélavals ehf. leggur fram ósk um stækkun lóðar Vélavals L178669, í Varmahlíð. Stækkun lóðar yrði til suðurs u.þ.b. 3.300 m2 að stærð. Fyrir liggur jákvæð afstaða stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga dags. 30.9.2020. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum um umfang og eðli fyrirhugaðrar starfsemi.