Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Gestur fundarins var Sesselja Árnadóttir.
1.Mat á heitavatnsréttindum
Málsnúmer 1910238Vakta málsnúmer
Fyrir liggur skýrsla Sveinbjörns Björnssonar um mat á virði heitavatnsréttinda í Reykjarhólslandi. Stjórn samþykkir út frá skýrslunni að leggja til að heitavatnsréttindin verði metin á 25 milljónir króna.
2.Drög að kaupsamningi og afsali eigna
Málsnúmer 2009267Vakta málsnúmer
Sesselja Árnadóttir fór yfir drög að kaupsamningi og afsali á eignum Menningarseturs Skagfirðinga. Samþykkt var að kynna drögin fyrir byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
3.Vélaval - Fyrirspurn um stækkun lóðar í Varmahlíð
Málsnúmer 2009258Vakta málsnúmer
Fyrir liggur fyrirspurn frá Vélaval um stækkun lóðar. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að senda málið til skipulagslegrar meðferðar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
4.Norðurbrún 9b - afmörkun lóðar
Málsnúmer 2009270Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga frá skipulagsfulltrúa um afmörkun lóðar við Norðurbrún 9b í Varmahlíð. Samþykkt að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.
5.Laugavegur 19 - afmörkun lóðar
Málsnúmer 2009269Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga frá skipulagsfulltrúa um afmörkun lóðar við Laugaveg 19 í Varmahlíð. Samþykkt að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.
Fundi slitið - kl. 12:20.