Fara í efni

Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga vegna breytinga á kosningalögum til Alþingis

Málsnúmer 2010193

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 937. fundur - 28.10.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2020, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis,nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. Umsagnarfrestur til og með 3. nóvember 2020.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar öllum málefnalegum og góðum tillögum til að bæta og efla íslenska stjórnskipan. Þegar lagðar eru fram tillögur um jöfnun atkvæðavægis er jafnframt nauðsynlegt að líta til mögulegra breytinga á kjördæmaskipan landsins, samskipta kjósenda við þingmenn og þess að tryggja að sjónarmiða sem flestra byggða landsins gæti hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að samhliða slíkum tillögum verði lagðar fram og ræddar tillögur um aukna valddreifingu og tilfærslu stjórnsýslu, ráðuneyta og stofnana frá einum miðlægum punkti á suðvesturhorninu til byggðarlaga vítt og breytt um landið.