Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Tilkynning um riðutilfelli
Málsnúmer 2010135Vakta málsnúmer
2.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer
Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði.
3.Skuldbreyting langtímalána
Málsnúmer 2010221Vakta málsnúmer
Rætt um möguleika á skuldbreytingu langtímalána. Sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að vinna frekar að málinu.
4.Félagsheimilið Höfðaborg - beiðni um rekstrarstyrk
Málsnúmer 2010161Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 14. október 2020 frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hafa tekjumöguleikar félagsheimilisins Höfðaborgar minnkað verulega á þessu ári og leitt til lausafjárvanda. Óskað er eftir 500.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin.
5.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2020
Málsnúmer 2010170Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 15. október 2020 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu ársins 2020 til sveitarfélagsins að fjárhæð 2.349.200 kr.
6.Viðauki við samning um skíðasvæði í Tindastóli
Málsnúmer 2010148Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 2 við rekstrarsamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls, um skíðasvæði í Tindastóli frá 20. desember 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011. Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli, sem tilgreindar eru í eignaskrá sem er viðauki við fyrrgreindan rekstrarsamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
7.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum
Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga vegna breytinga á kosningalögum til Alþingis
Málsnúmer 2010193Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2020, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis,nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. Umsagnarfrestur til og með 3. nóvember 2020.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar öllum málefnalegum og góðum tillögum til að bæta og efla íslenska stjórnskipan. Þegar lagðar eru fram tillögur um jöfnun atkvæðavægis er jafnframt nauðsynlegt að líta til mögulegra breytinga á kjördæmaskipan landsins, samskipta kjósenda við þingmenn og þess að tryggja að sjónarmiða sem flestra byggða landsins gæti hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að samhliða slíkum tillögum verði lagðar fram og ræddar tillögur um aukna valddreifingu og tilfærslu stjórnsýslu, ráðuneyta og stofnana frá einum miðlægum punkti á suðvesturhorninu til byggðarlaga vítt og breytt um landið.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar öllum málefnalegum og góðum tillögum til að bæta og efla íslenska stjórnskipan. Þegar lagðar eru fram tillögur um jöfnun atkvæðavægis er jafnframt nauðsynlegt að líta til mögulegra breytinga á kjördæmaskipan landsins, samskipta kjósenda við þingmenn og þess að tryggja að sjónarmiða sem flestra byggða landsins gæti hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að samhliða slíkum tillögum verði lagðar fram og ræddar tillögur um aukna valddreifingu og tilfærslu stjórnsýslu, ráðuneyta og stofnana frá einum miðlægum punkti á suðvesturhorninu til byggðarlaga vítt og breytt um landið.
9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjarskipti
Málsnúmer 2010211Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember 2020.
10.Samráð; Drög að reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla
Málsnúmer 2010195Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 224/2020, "Drög að reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla". Umsagnarfrestur er til og með 05.11.2020.
11.Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála
Málsnúmer 2010214Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. október 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 223/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2020.
Byggðarráð tekur jákvætt í markmið frumvarpsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í markmið frumvarpsins.
12.Fundir þingmanna á Norðurlandi vestra með þingmönnum NV kjördæmis
Málsnúmer 2010228Vakta málsnúmer
Farið yfir málefni sem vilji er til að ræða á fundi sveitarstjórnar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað á morgun, 29. október 2020.
Fundi slitið.
Byggðarráð mun verða í samskiptum við landbúnaðarnefnd næstu misserin vegna þessa atburðar.