Fara í efni

Opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.

Málsnúmer 2010232

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 173. fundur - 03.11.2020

Nýja sorpmóttökustöðin í Varmahlíð verður formlega opnuð laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Fyrirhugaðir opnunartímar eru: Mánudagar, miðvikudagar, föstudagar og laugardagar klukkan 13 - 16. Alla daga verður hægt að afsetja heimilissorp í gegnum lúgu á girðingu. Starfsmenn Flokku á Sauðárkróki munu aðstoða fólk við flokkun sorps á svæðinu á opnunartíma að minnsta kosti fyrst um sinn. Einnig er áætlað að breyta opnunartíma í Flokku á Sauðárkróki í framhaldi opnunar í Varmahlíð.

Steinar Skarphéðinsson kom með bókun frá Ingu Magnúsdóttur varðandi lengri opnunartíma fyrir sorpmóttökustöðina í Varmahlíð.
Um leið og við óskum Skagfirðingum til hamingju með nýja sorpmóttökustöð í Varmahlíð gerum við athugasemd við fyrirhugaðan opnunartíma. Ætlunin er að hafa opið mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga kl 13-16, en að alltaf verði opin lúga fyrir heimilissorp. Opnunartíminn gefur íbúum í Varmahlíð og nærsveitum, sem vinna utan heimilis (á almennum opnunartímum vinnustaða) ekkert svigrúm til að nýta sér þjónustuna á virkum dögum og takmarkaðan á laugardögum. Aðgengi að endurvinnslugámum á þessum takmarkaða opnunartíma er ekki til þess fallinn að hvetja til endurvinnslu. Viðleggjum til að opnunartíminn verði endurskoðaður, að hann verður lengdur síðdegis a.m.k. einhverja daga vikunnar til að gefa íbúum tækifæri til að nýta sér þessa ágætu stöð.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur málið til frekari afgreiðslu.

Opnunartímar í Varmahlíð verða eftirfarandi:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 13-16
Laugardaga 13-16
Sunnudaga lokað
Opnunartímar í Flokku verða eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga 9-17
Laugardaga lokað
Sunnudaga 15-18

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 174. fundur - 02.12.2020

Þann 18. nóvember 2020 var opnuð ný sorpmóttökustöð í Varmahlíð. Á opnuninni var nafn stöðvarinnar opinberað og fékk hún nafnið Farga.
Nefndin fagnar þessum frábæra áfanga í sorphirðumálum Skagfirðinga og óskar þeim öllum til hamingju með Förgu móttökustöð.