Fara í efni

Ytra-Skörðugil 146045 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2010261

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 390. fundur - 03.11.2020

Ingimar Ingimarsson kt. 160451-3359, þinglýstur eigandi Ytra-Skörðugils á Langholti í Skagafirði L 146045, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Ytra-Skörðugil 1. Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Ytra-Skörðugili L 146045.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.