Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

390. fundur 03. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skarðseyri 5 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2010054Vakta málsnúmer

Stefán Logi Haraldsson f.h. Steinullar hf, kt. 590183-0249, leggur fram umsókn um stofnun 32 m2 lóðar, úr lóðinni Skarðseyri 5, L143723. Til stendur að RARIK reisi á nýrri lóð, dreifi- og rofastöð, vegna endurnýjunar háspennustrengs að steinullarverksmiðjunni. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins á 388 fundi sínum 14.10.2020.
Borist hafa ítarlegri gögn unnin af Stoðehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - ósk um umsögn á vinnslutillögu

Málsnúmer 2010190Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdótti skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar f.h. Sveitarfélgasins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á vinnsutillögu vegna enduskoðunar á aðalskipulagi Fjallabyggðir 2020-2032.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

3.Hof 1 146438 og Hof 3 - Umsókn um breytt eignarheiti.

Málsnúmer 2010184Vakta málsnúmer

Marvin Ívarsson f.h. landeigna Ríkissjóðs Íslands óskar eftir að gerð verði nafnabreyting á Jörðinni Hof 1, L146438 og Lóðinni Hof 3, L228171. Óskað er eftir að Jörðin Hof 1, L146438, fái heitið Hof. Þá er oskað eftir að Lóðin Hof 3 L 228171, fái heitið Hof 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Árnes 146145 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt

Málsnúmer 2010138Vakta málsnúmer

Arnar Már Sigurðarson eigandi lögbýlisins Árnes L146145, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 15 ha svæði á landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulagsnefnd samþykkir erindið, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012. Óska skal eftir umsögn Minjavarðar Norðurlands Vestra.

5.Flæðagerði - Lóðir og skipulag

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 936 fundi byggðarráðs dags. 21.10.2020:
Lagt er fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, er gert ráð fyrir stækkun á svæði ÍÞ 4.4 til vesturs og þar með skapast svigrúm til hönnunar svæðis fyrir nýtt hesthúsahverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hefja ferli við gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði og mun boða til fundar með hagsmunaaðilum.

6.Ármúli L145983 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2007200Vakta málsnúmer

Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi í landi Ármúla L 145983 í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 2500m2 svæðis og er ætlunin að reisa tvö gestahús á svæðinu. Fyrir er á reitnum íbúðarhús auk bílskúrs. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um deiliskipulag - Staðarhof

Málsnúmer 2007198Vakta málsnúmer

Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi fyrir Staðarhof L 230392, í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, frístundahúss/gestahúss, reiðskemmu og vélageymslu. Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem landbúnaðarland. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ytra-Skörðugil 146045 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2010261Vakta málsnúmer

Ingimar Ingimarsson kt. 160451-3359, þinglýstur eigandi Ytra-Skörðugils á Langholti í Skagafirði L 146045, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Ytra-Skörðugil 1. Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Ytra-Skörðugili L 146045.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

9.Fellstún 16 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2004183Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar vegna byggingarleyfisumsóknar Sunnu Bjarkar Björnsdóttur og Jóns Ölvers Kristjánssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 16 við Fellstún á Sauðárkróki.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. apríl sl., þá bókað:
„Sunna Björk Björnsdóttir kt.311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson kt.170679-5209, leggja fram tillögu að staðsetningu og útliti einbýlishúss sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Fellstúni 16, á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd synjar framkominni tillögu, þar sem grunnflötur hús fer 1,5m út fyrir byggingarreit.“
Lagðir eru fram nýir/breyttir aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli framlagðra uppdrátta.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111

Fundi slitið - kl. 18:00.