Fara í efni

Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Málsnúmer 2011056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 939. fundur - 11.11.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2020 þar sem umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar fram kominni þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar. Byggðarráð er einhuga um að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýri í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Ljóst er að Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum og öryggi fyrir íbúa landsbyggðanna, m.a. hvað varðar öryggishagsmuni eins og greiðu aðgengi að lífsnauðsynlegri læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Mínútur telja þegar mannslíf eru í húfi. Flugvöllurinn gegnir einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu máli þarf að huga að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum en á það skal bent að Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumannvirki sem þjónar öllum íbúum landsins. Vandséð er hvernig unnt er að rjúfa þá tengingu án þess að hugað verði að tilflutningi á starfsemi þjóðarsjúkrahússins og stjórnsýslu ríkisins þangað sem landið allt á greiðar og öruggar samgöngutengingar við.