Tekið fyrir bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, dags. 13. október 2020 er varðar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu. Erindið var sent SSNV og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sveitarfélögum landsins er þröngur stakkur sniðinn líkt og hjá mörgum í því ástandi sem nú ríkir. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin framkvæmd laga og reglna um fjármál sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn. Byggðarráð bendir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu því á að erindi þeirra þarf að beina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um leið vill byggðarráð árétta að eðlilegt er að breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit verði tekið til mögulegra áhrifa á rekstur þeirra. Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sveitarfélögum landsins er þröngur stakkur sniðinn líkt og hjá mörgum í því ástandi sem nú ríkir. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin framkvæmd laga og reglna um fjármál sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Byggðarráð bendir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu því á að erindi þeirra þarf að beina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill byggðarráð árétta að eðlilegt er að breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit verði tekið til mögulegra áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19.