Fara í efni

Aðalgata 10 A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011156

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Pálínu Ósk Ómarsdóttur kt. 290991-3319, f.h. eiganda fasteignar með fasteignanúmerið F2131122 sem er í fjöleignahúsi að Aðalgötu 10A á Sauðárkróki, umsókn um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Fyrirhugaðar framkvæmdir brjóta ekki í bága við skipulagsáætlanir á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. nóvember sl. var fyrirhuguð framkvæmd Pálínu Óskar Ómarsdóttur kt. 290991-3319, sem sótti f.h. eiganda fasteignar með fasteignanúmerið F2131122 sem er í fjöleignahúsi að Aðalgötu 10A á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu, auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 2. desember til og með 16. desember 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 114. fundur - 05.02.2021

Pálína Ósk Ómarsdóttir, kt. 290991-3319, sækir f.h. eiganda fasteignar með fasteignanúmerið F2131122 sem er í fjöleignahúsi að Aðalgötu 10A, um leyfi til breytinga á útliti húss og innangerð eignar. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Bjarna Reyjalín, kt. 070149-3469. Uppdráttur er númer 101, dagsettur 9. október 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.