Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Breytingar á sveitarstjórnarlögum v. fjarfundi vegna Covid 19
Málsnúmer 2003195Vakta málsnúmer
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 936
Málsnúmer 2010014FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram samningur milli RARIK ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun bera ábyrgð á rekstri og endurnýjun götulýsingarkerfisins í sveitarfélaginu frá og með undirritun samningsins. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samningsins. Götulýsingarkerfið samanstendur af 1188 götuljósastaurum með tilheyrandi ljósbúnaði ásamt strenglögnum fyrir götulýsinguna og tilheyrandi götuskápum með varnar- og stjórnbúnaði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar.
Byggðarráð vill beina því til stjórnar RARIK ohf. að fyrirtækið efli starfsemi sína í Skagfirði með fleiri störfum eins og gefin voru fyrirheit um við sölu Rafveitu Sauðárkróks en Skagafjörður er eitt stærsta markaðssvæði fyrirtækisins og eðlilegt að fjöldi starfsmanna endurspeglist í því. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagðir fram þrír samningar milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Golfklúbbs Skagafjarðar sem fella úr gildi eldri samninga frá árinu 2015. Samningur um rekstur golfklúbbs og golfvallar, verksamningur um slátt ákveðinna opinna svæða á Sauðárkróki skv. lista, þjónustusamningur um slátt á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir framlagða samninga. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. október 2020 frá Sögu skipamiðlun ehf. f.h. FISK-Seafood ehf. Sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að skipinu Farsæli SH-33, skipaskrárnúmer 1629, með vísan til 3. mgr., 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagt fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagt fram bréf dagsett 15. október 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til allra sveitarfélaga. Ljóst er að þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga vegna ársins 2021. Að mati ráðuneytisins eru veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana sé þess óskað á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga. Sé þess óskað mun ráðuneytið veita eftirfarandi fresti:
1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um frest, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlagasamkvæmt ofangreindu, til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.
Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagt fram vinnuskjal vegna fjárhagsáætlunar 2021 varðandi fasteignamat og fasteignaskatt. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. október 2020 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Með tilvísun í 79.gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 óskar eftirlitsnefndin eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bregðast við erindinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. - 2.9 2010046 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98 2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforkuByggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun jöfnunargjalds raforku)". Umsagnarfrestur er til og með 20.10.2020. Áður á dagskrá 935. fundar byggðarráðs.
Lögð fram til staðfestingar eftirfarandi umsögn sem send var í samráðsgáttina þann 20. október 2020.
"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar mikilvægu skrefi sem felst í frumvarpi um aukið framlag til jöfnunar dreifikostnaðar raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Mikilvægt er að þessi framlög aukist verulega samhliða því sem unnið verði að því að tryggja afhendingaröryggi raforku og átaki í þrífösun rafmagns á landinu öllu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á þörf er á að ganga enn lengra í þessa átt og að unnið verði markvisst að því að ná fullum jöfnuði á kostnaði við dreifingu raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis og að lögum verði breytt í því skyni."
Byggðarráð staðfestir framangreinda umsögn.
Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Sveitarfélögin í Skagafirði hafa unnið að því á undanförnum árum í samvinnu við stjórnvöld í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Er þess nú skammt að bíða að flest heimili í dreifbýli í Skagafirði hafi aðgang að háhraða fjarskiptatengingu. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar. Á þetta nokkuð víða við, m.a. í inndölum og um hálendið þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem svæðið laðar að sér marga gesti til útivistar. Enn er því óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Þá skorar byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar enn fremur á Neyðarlínuna og ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum í Skagafirði áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum. Annað er með öllu ólíðandi. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. október 2020, þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 218/2020, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda". Umsagnarfrestur er til og með 28.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 936 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. október 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarstjórna og landshlutasamtaka sveitarfélaga, varðandi XXXV. landsþing sambandsins þann 18. desember 2020. Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt. Bókun fundar Afgreiðsla 936. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 937
Málsnúmer 2010019FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst á fjórum bæjum í Tröllaskagahólfi sauðfjárveikivarna; Stóru-Ökrum 1 og Grænumýri í Akrahreppi og Syðri-Hofdölum og Hofi í Hjaltadal í Sveitarfélaginu Skagafirði. Ákvörðun um niðurskurð liggur ekki fyrir að svo stöddu en frekari rannsóknir standa yfir. Undir þessum dagskrárlið tóku eftirtaldir nefndarmenn í landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Jóhannes Ríkharðsson, Jóel Þór Árnason og Valdimar Sigmarsson auk Arnórs Gunnarssonar þjónustufulltrúa.
Byggðarráð mun verða í samskiptum við landbúnaðarnefnd næstu misserin vegna þessa atburðar. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Rætt um möguleika á skuldbreytingu langtímalána. Sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að vinna frekar að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagt fram bréf dagsett 14. október 2020 frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hafa tekjumöguleikar félagsheimilisins Höfðaborgar minnkað verulega á þessu ári og leitt til lausafjárvanda. Óskað er eftir 500.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagt fram bréf dagsett 15. október 2020 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu ársins 2020 til sveitarfélagsins að fjárhæð 2.349.200 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagður fram viðauki 2 við rekstrarsamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls, um skíðasvæði í Tindastóli frá 20. desember 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011. Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli, sem tilgreindar eru í eignaskrá sem er viðauki við fyrrgreindan rekstrarsamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til sérliðarins "Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2020, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis,nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. Umsagnarfrestur til og með 3. nóvember 2020.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar öllum málefnalegum og góðum tillögum til að bæta og efla íslenska stjórnskipan. Þegar lagðar eru fram tillögur um jöfnun atkvæðavægis er jafnframt nauðsynlegt að líta til mögulegra breytinga á kjördæmaskipan landsins, samskipta kjósenda við þingmenn og þess að tryggja að sjónarmiða sem flestra byggða landsins gæti hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að samhliða slíkum tillögum verði lagðar fram og ræddar tillögur um aukna valddreifingu og tilfærslu stjórnsýslu, ráðuneyta og stofnana frá einum miðlægum punkti á suðvesturhorninu til byggðarlaga vítt og breytt um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 224/2020, "Drög að reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla". Umsagnarfrestur er til og með 05.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. október 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 223/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2020.
Byggðarráð tekur jákvætt í markmið frumvarpsins. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 937 Farið yfir málefni sem vilji er til að ræða á fundi sveitarstjórnar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað á morgun, 29. október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 937. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 938
Málsnúmer 2011001FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði. Málið rætt. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagt fram bréf dagsett 27. október 2020 frá Neyðarlínunni ohf. varðandi bókun byggðarráðs frá 21. október 2020 um öryggi fjarskipta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2020 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Fundargerð stjórnar HNV þann 28.10. 2020 lögð fram ásamt samþykktum embættisins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Í fjárhagsáætlun embættisins fyrir árið 2021 er ekki gert ráð fyrir hækkun á framlögum frá sveitarfélögunum til rekstursins né gjaldskrá embættisins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlun embættisins en byggðarráð leggur til að 4. grein samþykkta embættisins verði óbreytt að svo stöddu. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2020 frá Þ Jónssyni slf. rekstraraðila Félagsheimilisins Ljósheima. Rekstur ársins hefur verið dapur á árinu vegna Covid-19 og er óskað eftir að sveitarfélagið greiði rekstrarkostnað húsnæðisins fyrir nóvember og desembermánuð 2020. Fram kemur að Þ Jónsson slf. mun ekki endurnýja núgildandi leigusamning um húsnæðið. Samningurinn rennur út 31.12. 2020.
Byggðarráð samþykkir að styrkja reksturinn um 76.000 kr. samtals, vegna orkukostnaðar í nóvember og desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. - 4.5 2010225 Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki tilByggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. október 2020 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 939
Málsnúmer 2011007FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Með ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 19. mars 2020, var sveitarstjórnum veitt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Breytingar á sveitarstjórnarlögum v. fjarfundi vegna Covid 19". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagt fram bréf dagsett 2. nóvember 2020 frá Bandalagi háskólamanna til fulltrúa í sveitar- og bæjarstjórnum á Íslandi varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að veita umbeðnar upplýsingar. Bókun fundar Afgreiðsla 939. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Tekið fyrir bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, dags. 13. október 2020 er varðar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu. Erindið var sent SSNV og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sveitarfélögum landsins er þröngur stakkur sniðinn líkt og hjá mörgum í því ástandi sem nú ríkir. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin framkvæmd laga og reglna um fjármál sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Byggðarráð bendir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu því á að erindi þeirra þarf að beina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill byggðarráð árétta að eðlilegt er að breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit verði tekið til mögulegra áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 939. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. - 5.4 2011028 Yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustuByggðarráð Skagafjarðar - 939 Tekið fyrir bréf til stjórnvalda frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020, er varðar yfirlýsingu, kröfur og tillögur sem lúta að ýmsum smærri aðilum í ferðaþjónustu.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 939. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagðar fram núgildandi reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2.mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Í reglunum er kveðið á um að þær séu endurskoðaðar ár hvert, ef þurfa þykir.
Byggðarráð samþykkir að reglurnar verði óbreyttar frá árinu 2020. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2021". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagt fram vinnuskjal varðandi breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2021.
Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 3,5% frá árinu 2020 og að hámarksafsláttur verði 70.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2021". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2021 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2021 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2020. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2021 er því 237.398 kr. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2021". Samþykkt samhljóða.. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2021 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 5.237 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.770 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 5.045 kr. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum 2021". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 585 kr. í 600 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Iðju hæfingar 2021". Samþykkt samhljóða.. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2021.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 22.600 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.000 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldu 2021 ". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2021: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu að stakur aðgangur fyrir börn og fullorðna hækkar um 5%, þar sem sá aðgangur hækkaði ekki fyrir árið 2020. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2021". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2021. Tillagan felur í sér allt að 2,5% hækkun fyrir leigu á húsinu. Tillagan samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Húss frítímans 2021". Samþykkt samhljóða. - 5.13 2011056 Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð ReykjavíkurflugvallarByggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2020 þar sem umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar fram kominni þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar. Byggðarráð er einhuga um að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýri í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Ljóst er að Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum og öryggi fyrir íbúa landsbyggðanna, m.a. hvað varðar öryggishagsmuni eins og greiðu aðgengi að lífsnauðsynlegri læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Mínútur telja þegar mannslíf eru í húfi. Flugvöllurinn gegnir einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu máli þarf að huga að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum en á það skal bent að Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumannvirki sem þjónar öllum íbúum landsins. Vandséð er hvernig unnt er að rjúfa þá tengingu án þess að hugað verði að tilflutningi á starfsemi þjóðarsjúkrahússins og stjórnsýslu ríkisins þangað sem landið allt á greiðar og öruggar samgöngutengingar við. Bókun fundar Afgreiðsla 939. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 939 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 26. október 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi árlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa, sem er í ár þann 15. nóvember næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 939. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
6.Byggðarráð Skagafjarðar - 940
Málsnúmer 2011014FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Undir þessum dagskrárlið komu Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til viðræðu um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Í ljósi verulegs álags á starfsmenn sveitarfélagsins á Covid tímum leggja VG og óháð og Byggðalistinn til að fjármagn sem ætlað var í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins á þessu ári, verði afhent starfsmönnum sveitarfélagsins í formi úttektarkorta. Það væri þakklætisvottur frá sveitarfélaginu til starfsmanna sinna fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) og Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalista).
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. október 2020 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt er að ráðuneytið leitar að sveitarfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í reynsluverkefni um að fjölga móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir fundi með áhugasömum sveitarfélögum til þess að kynna verkefnið og innihald samninga við móttökusveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2021-2025. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Gjaldskrá fasteignagjalda 2021 rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukninna tekna í málaflokkum, hækkunar launakostnaðar vegna nýrra kjarasamninga. Millifærslur fjárheimilda á milli málaflokka. Einnig er viðauki gerður vegna nýrra fjárfestinga og svo millifærslur framkvæmdafjár milli verkefna. Viðaukinn er að fjárhæð 28 milljónir króna sem mætt er með hækkun skammtímaskulda.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2020" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagt fram bréf frá stjórn Norðurár bs., dagsett 11. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að nýjar samþykktir byggðasamlagsins verði staðfestar af sveitarstjórn að undangengnum tveimur umræðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktum Norðurár bs. til umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Samþykktir Norðurár bs" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2020 frá Stapa lífeyrissjóðs, þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar þann 24. nóvember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
- 6.9 2011117 Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiruByggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2020, "Áform um ný lög um mat á umhvefisáhrifum framkvæmda og áætlana". Umsagnarfrestur er til og með 25.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 940 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi heilbrigðisþing 2020 þann 27. nóvember 2020. Þingið verður rafrænt og er öllum opið. Bókun fundar Afgreiðsla 940. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
7.Byggðarráð Skagafjarðar - 941
Málsnúmer 2011026FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
Samþykkt með níu atkvæðum að gera bókun byggðarráðs bókun sveitarstjórnar.
Bókun:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins. Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er. Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2020 frá Nordic Fish Leather ehf. þar sem félagið óskar eftir niðurfellingu á hluta reikninga vegna kaupa á heitu og köldu vatni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu veitunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Frestað erindi frá 940. fundi byggðarráðs.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Í ljósi verulegs álags á starfsmenn sveitarfélagsins á Covid tímum leggja VG og óháð og Byggðalistinn til að fjármagn sem ætlað var í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins á þessu ári, verði afhent starfsmönnum sveitarfélagsins í formi úttektarkorta. Það væri þakklætisvottur frá sveitarfélaginu til starfsmanna sinna fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) og Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalista).
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 13-Atvinnumál.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu dagskrárliar númer 12, Fjárhagsáætlun 2021-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 5-Menningarmál.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu dagskrárliar númer 12, Fjárhagsáætlun 2021-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga - 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga - 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga - 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá brunavarna 2021" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Gjaldskrá vegna fasteignagjalda 2021 rædd.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi:
Fasteignaskattur í A flokk fasteigna lækki úr 0,50% í 0,475% frá 1. janúar 2021. Fasteignaskattur á B flokk fasteigna verði áfram 1,32% og á C flokk fasteigna verði 1,65%.
Lóðarleiga verði óbreytt milli áranna 2020 og 2021.
Landleiga beitarlands breytist frá 1. janúar 2021 og verði 6.000 kr./ha, landleiga ræktunarlands utan þéttbýlis verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands í þéttbýli verði 14.000 kr./ha.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Gjaldskrá 2021, fasteignagjöld" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2024.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Fjárhagsáætlun 2021 - 2024" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. nóvember 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
- 7.15 2011154 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu-, fjarskipta-, og byggðamálaByggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 248/2020, "Drög að frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu-, fjarskipta-, og byggðamála". Umsagnarfrestur er til og með 28.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 249/2020, "Breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks". Umsagnarfrestur er til og með 26.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 250/2020, "Frumvarp um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008". Umsagnarfrestur er til og með 27.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Byggðarráð samþykkir að visa til afgreiðslu sveitarstjórnar að sveitarstjóra sé veitt umboð f.h. sveitarstjórnar til að taka til afgreiðslu vinnutímasamkomulög varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Sé vinnutímasamkomulagið staðfest getur nýtt fyrirkomulag vinnutíma tekið gildi í stofnunum sveitarfélagsins þann 1. janúar 2021.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Vinnutímastytting dagvinna Betri vinnutími" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - september 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 941 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjórnarfulltrúa dagsett 18. nóvember 2020 frá
ASÍ, BHM, BSRB, Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla, varðandi styggingu vinnuvikunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 941. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81
Málsnúmer 2011018FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2021.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þar sem hækkun er að meðaltali um 2,5% og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2021.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þar sem hækkun er að meðaltali um 2,5% og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2021.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir tillögu héraðsbókarvarðar að gjaldskrá sem er að mestu óbreytt frá fyrra ári og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 fyrir málaflokk 05.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 fyrir málaflokk 13.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 81 Tekin fyrir beiðni frá Jóhanni Daða Gíslasyni um styrk vegna jólatónleika sem fyrirhugað er að streyma 19. desember fyrir Skagfirðinga. Hugmyndin að tónleikunu er að færa jólaandan til íbúa Skagafjarðar í gegnum streymi. Að tónleikunum kemur einvalalið af ungu skagfirsku tónlistarfólki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja tónleikana um 200 þúsund krónur. Tekið af málaflokki 05713. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
9.Félags- og tómstundanefnd - 281
Málsnúmer 2010015FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 06 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana frístundaþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 02 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
10.Félags- og tómstundanefnd - 282
Málsnúmer 2011002FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Minnisblað lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 585 kr. í 600 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2021.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 22.600 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 20.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 18.000 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 282 Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2021 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 5.237 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.770 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 5.045 kr.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 282 Félag- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2021 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2021 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2020. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2021 er því 237.398 kr. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisins Félagsmiðstöð á flakki sem hófst í október. Markmiðið var að ná til allra eldri borgara í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og bjóða upp á kynningu á félagsstarfi fullorðinna og veita upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Því miður þurfti að fresta áður auglýstum viðburðum á nokkrum stöðum um óákveðinn tíma vegna þriðju bylgju Covid 19. Félags- og tómstundanefnd fagnar verkefninu og afrakstri þess og vonast til þess að hægt verði að klára fyrirhugaðar heimsóknir sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Lögð er fram tillaga að opnunartíma íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu fyrir árið 2021. Tillagan er samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2021: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu að stakur aðgangur fyrir börn og fullorðna hækkar um 5%, þar sem sá aðgangur hækkaði ekki fyrir árið 2020. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2021. Tillagan felur í sér allt að 2.5% hækkun fyrir leigu á húsinu. Tillagan samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 282 Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
11.Félags- og tómstundanefnd - 283
Málsnúmer 2011021FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Félags-og tómstundanefnd leggur til breytingu á lið 4 og hún hljóði svo: „Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. Leiguverð og hámarksfjárhæð taka verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.“ Nefndin samþykkir breytinguna og vísar til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2021 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Nefndin ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa. Nefndin vekur athygli á því að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa ekki gengið frá áframhaldandi samningi um samstarfi í þjónustu við fatlað fólk en samningurinn rann út um síðustu áramót, lögð er áhersla á að þeirri vinnu verði hraðað.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðaráðs og sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 283 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06, frístundaþjónustu, lögð fram til seinni umræðu í nefndinni.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun málaflokks 06 fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 283 Aðstandendur verkefnisins og Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa að útgáfu handbókar um samráð og hafa sent bréf til allra sveitarfélaga lansdsins. Vakin er athygli á skuldbindingum sveitarfélaga um samráð við fatlað fólk varðandi lagasetningu, stefnumótun og skipulag þjónustu. Boðið er upp á vinnusmiðjur um samráð við fatlað fólk. Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 283 Lagt fram eitt mál, samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
12.Fræðslunefnd - 162
Málsnúmer 2011013FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í grunnskóla og heilsdagsskóla (frístund) hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá fæðis og dvalar í leikskóla hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við þessa afgreiðslu.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni vinnustyttingar í leikskólum Skagafjarðar sem miðar að því að bæta starfsumhverfi starfsmanna skólanna. Hvatinn að verkefninu var annars vegar hröð starfsmannavelta og mikil veikindi og hins vegar var markmiðið að skapa rými í starfsdeginum til að sinna ýmsum erindum utan starfsstöðvar á dagvinnutíma, svo sem læknisheimsóknum o.fl. Gert var ráð fyrir að kjarasamningsbundin vinnustytting kæmi inn í tilraunaverkefnið en yrði ekki viðbót við ákvörðun sveitarfélagsins um vinnustyttingu. Við skipulagningu styttingarinnar var ákveðið að með ákveðnum tilfærslum í dagskipulagi væru starfsmönnum í 100% starfi gefinn kostur á að stytta vinnudaginn um þrjár klukkustundir í viku hverri og hlutfallslega m.v. minna starfshlutfall. Auk vinnustyttingar var ákveðið að festa lágmarksundirbúningstíma 15 tíma fyrir hverja deild. Gert var ráð fyrir að verkefnið hæfist á vormánuðum þessa árs en vegna kórónuveirufaraldursins var ákveðið að seinka innleiðíngu þess fram á haustmánuði. Jafnframt var ákveðið að leggja reglulegt mat á verkefnið m.t.t. markmiða þess. Þriðja bylgja faraldursins hefur orðið til þess að erfitt er að meta árangur af verkefninu. Því er lagt til að verkefnið haldi áfram á árinu 2021 þó með þeirri breytingu að í stað þriggja klukkustunda styttingu er lagt til að hún verði tveir tímar. Með kjarasamningsbundinni styttingu verður framlag sveitarfélagsins 55 mínútur í viku hverri. Ástæða þess að dregið er úr syttingunni er sú að afar erfiðlega hefur gengið að skipuleggja starfsdaginn í stærsta leikskólanum og erfitt hefur reynst að ráða starfsfólk til starfa til að mæta styttingunni. Ítrekað er að þetta er tilraunaverkefni sem meta þarf reglulega áður en tekin verður endanleg ákvörðun um að festa fyrirkomulagi í sessi.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar sem er næsti liður á dagskrá.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Fjárhagsáætlun fræðslumála lögð fram til síðari umræðu í nefndinni.
Rekstur fræðslumála er umfangsmikill og kostnaðarsamur. Á ársgrundvelli er reiknað með að hann taki til sín rúma tvo milljarða króna. Miðað við þann fjárhagsramma sem málaflokknum er ætlaður árið 2021 er ljóst að þar vantar um 127 milljónir króna svo halda megi rekstri málaflokksins óbreyttum frá því sem nú er. Laun og launatengd gjöld nema um 80% af útgjöldum. Ástæður þessarar miklu rekstraraukningar á milli ára eru fyrst og fremst tengdar kjarasamningsbundnum launahækkunum, breytingum á launaröðun ásamt ýmsum öðrum breytingum í kjarasamningum.
Til að mæta þessari miklu fjárvöntun þarf annað hvort að koma til aukinna framlaga úr sveitarsjóði inn í málaflokkinn eða samdráttar í rekstri. Lagt er til að farin verði blönduð leið tekjuaukningar og samdráttar en lögð er áhersla á að samdráttur komi sem minnst niður á beinni þjónustu við nemendur.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra í samstarfi við fræðslustjóra og stjórnendur stofnana að vinna áætlun um hvernig hagræða megi í rekstri einstakra stofnana. Óhjákvæmilegt er að samdráttur í rekstri komi að einhverju leyti niður á þjónustu en engu að síður er lögð áhersla á að hann skerði sem minnst beina þjónustu við nemendur t.d. er varðar stuðning í námi eða félagslegan stuðning. Auk þess að skoða sérstaklega launakostnað verði farið ítarlega í gegnum alla vörukaupa- og þjónustukaupaliði með það að markmiði að draga úr kostnaði.
Áætlun þessari skal skila til fræðslunefndar eigi síðar en í lok marsmánaðar 2021.
Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021 eins hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar, en mun ræða áætlunina aftur 2. desember.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Lagðar voru fram til kynningar starfsáætlanir leikskóla fyri árið 2020 - 2021.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 162 Lagðar voru fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2019-2020. Fræðslustjóri kynnti nefndinni helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar samræmdum og faglegum vinnubrögðum leikskólanna í Skagafirði.
Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
13.Landbúnaðarnefnd - 213
Málsnúmer 2010017FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 213 Sameiginlegur fundur landbúnaðarnefndar með riðunefnd Akrahrepps, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og héraðsdýralækni.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir sagði frá nýlegu riðusmiti sem fannst á bænum Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi sem tilheyrir svokölluðu Tröllaskagahólfi sauðfjárvarna. Nokkrar umræður sköpuðust og svaraði Jón Kolbeinn fyrirspurnum fundarmanna. Fundarmenn brýna sauðfjárbændur til að halda vöku sinni í baráttunni við riðu og aðra smitsjúkdóma er á sauðfé herja. Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
14.Landbúnaðarnefnd - 214
Málsnúmer 2011006FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 214 Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í Skagafirði í ljósi nýlegra riðutilfella í Tröllaskagahólfi. Nefndin tekur undir með landbúnaðarráðherra að tímabært sé að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir.
Meðal þess sem þarf að greina og rannsaka betur eru smitleiðir, sóttvarnir, hagkvæm nýting arfgerðagreininga í ræktunarstarfinu, kynbótastarf innan sóttvarnahólfa o.fl. þættir. Jafnframt þarf að leysa það vandamál sem blasir við þegar ekki er unnt að farga sóttmenguðum úrgangi með brennslu hér á landi, eins og æskilegast væri að gera m.t.t. sóttvarna.
Enn fremur þarf að gæta að því hvernig unnt er að styðja þá bændur sem verða fyrir niðurskurði vegna riðu til að byggja upp bú sín að nýju. Sauðfjárrækt er ein mesta byggðafestubúgrein landsins og mikilvægt að fjárhagslegt áfall af völdum niðurskurðar komi ekki í veg fyrir að bændur sem fyrir honum verða geti byggt upp lífsviðurværi sitt að nýju.
Þá vill landbúnaðarnefnd að horft verði til meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna þegar tekin er ákvörðun um niðurskurð vegna riðu en hún er lögfest í 12. grein laganna þar sem segir: "Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til." Í því sambandi má benda á að a.m.k. á einu býlanna sem um ræðir greindist ekki riða í þeim 161 grip sem hefur verið lógað af viðkomandi býli vegna tengsla við aðkomuhrút sem dvaldist á býlinu um skemmri tíma, jafnvel þótt tekin hafi verið sýni úr bæði heilavef og eitlum gripanna. Hrúturinn var staddur á býlinu vegna afkvæmarannsókna fyrir sæðingarstöðvar og ábúendum einungis treyst fyrir afkvæmarannsókninni þar sem sauðfjárbúskapur á býlinu er til fyrirmyndar. Hrúturinn átti einungis að dvelja á býlinu yfir fengitímann en vegna utanaðkomandi ástæðna dvaldi hann þar fram á haust. Nauðsynlegt er að farið verið rækilega ofan í saumana á því hvort skipulögð og markviss hreinsun á býlinu og strangt eftirlit í tiltekinn tíma undir stjórn héraðsdýralæknis og í sátt við nágranna viðkomandi skili ekki sama árangri og ef gripið yrði til niðurskurðar, án fjárhagslegs tjóns fyrir viðkomandi bændur og ríkisvaldið. Fordæmi eru fyrir því innan Skagafjarðar að ekki hafi verið skorið niður allt fé á býli vegna gruns um riðuveiki en í staðinn gripið til annarra aðgerða líkt og bent er á hér að framan. Bókun fundar Afgreiðsla 214. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
15.Landbúnaðarnefnd - 215
Málsnúmer 2011010FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram bréf dagsett 16. september 2020 frá Jónínu Stefánsdóttur, þar sem hún beinir því til landbúnaðarnefndar að sjá svo um að afréttargirðingar standi uppi og séu heilar eftir að fénaði er hleypt á fjall.
Landbúnaðarnefnd beinir því til fjallskilanefnda í sveitarfélaginu að sjá svo um að afréttargirðingar séu í lagi áður en búpeningi er sleppt á fjall. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram erindi dagsett 30. ágúst 2020 frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, Breiðagerði, varðandi Breiðargerðisrétt. Óskar hún eftir að samkomulagi frá 11. júní 1987 milli Sigfúsar Steindórssonar þáverandi landeiganda og Lýtingsstaðahrepps um viðhald réttarinnar verði formlega rift. Réttinni hefur ekki verið við haldið um langa tíð og hún orðin léleg.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fella bókunina frá 11. júní 1987 úr gildi. Landeiganda er frjálst að ráðstafa réttinni og landinu umhverfis að vild enda réttin ekki í eigu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 215 Borið hefur á því að í haust að hross hafi ítrekað verið í lausagöngu í og við Hofsós.
Landbúnaðarnefnd vill ítreka við búfjáreigendur sem eru með land á leigu hjá sveitarfélaginu að þeir gæti þess að halda girðingum í lagi svo búpeningur haldist innan girðinga. Ítrekuð brot á leigusamningi geta leitt til uppsagnar samnings. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 215 Lögð fram fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka sem landbúnaðarnefnd fjallar um. Fjárhagsáætlun landbúnaðarmála í málaflokki 13 gerir ráð fyrir útgjöldum að fjárhæð 15.628 þús.kr. Landbúnaðarnefnd hefur haft á sinni könnu umsjón með minka- og refaeyðingu sem er innan fjárheimilda málaflokks 11-Umhverfismál. Áætlun 2021 gerir ráð fyrir 7.360 þús.kr. til minka- og refaeyðingar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því fjárhæðin verði hækkuð um 400 þús.kr. vegna minkaeyðingar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að byggðarráð sjái til þess að eignasjóður fái fjármagn á árinu 2021 til þess að sinna aðkallandi viðhalds- og uppbyggingarverkefnum vegna skilarétta í sveitarfélaginu.
Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis þar sem tilkynnt er um að greinst hafi riða í sauðfé á bænum Minni-Ökrum, Akrahreppi.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að greining sýna hjá Tilraunastöðinni á Keldum verði hraðað sem kostur er og æskilegast er að henni verði lokið fyrir áramót. Einnig er mjög mikilvægt að bændur fái niðurstöður við lok greiningar hver sem niðurstaðan er vegna þeirrar óvissu sem margir bændur búa við í Tröllaskagahólfi. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
Bókun:
Fulltrúar Byggðalista taka undir áhyggjur landbúnaðarnefndar hvað varðar stöðu sauðfjárbænda vegna riðusmita sem greinst hafa í Tröllaskagahólfi nú á haustmánuðum. Núverandi fyrirkomulag á greiningu sýna virðist ekki vera að anna umfangi verkefnisins. Því teljum við mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra taki höndum saman og skoði þann möguleika að Tilraunastöðin að Keldum og MATÍS vinni saman við greiningu á sýnum og úrvinnslu þeirra, til að flýta fyrir og efla þekkingu á sauðfjársjúkdómum.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir -
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2020 frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um að settur hafi verið saman starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig þetta samstarf verði best unnið á svæðisvísu. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. september 2020 frá Matvælastofnun þar sem tilkynnt er um að umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verði fækkað úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tilheyra N-Vesturumdæmi. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkur fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
16.Skipulags- og byggingarnefnd - 389
Málsnúmer 2010018FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 389 Skipulags- og byggingarnefnd tók til umræðu og yfirferðar, reið-,gönguleiðir og vegakerfi, vegna vinnu við enduurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Jón Örn Berndsen fulltrúi landeigenda Móskóga í Fljótum mætti til fundarins vegna möglegrar reiðleiðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 25. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
17.Skipulags- og byggingarnefnd - 390
Málsnúmer 2010024FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Stefán Logi Haraldsson f.h. Steinullar hf, kt. 590183-0249, leggur fram umsókn um stofnun 32 m2 lóðar, úr lóðinni Skarðseyri 5, L143723. Til stendur að RARIK reisi á nýrri lóð, dreifi- og rofastöð, vegna endurnýjunar háspennustrengs að steinullarverksmiðjunni. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins á 388 fundi sínum 14.10.2020.
Borist hafa ítarlegri gögn unnin af Stoðehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Helga Íris Ingólfsdótti skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar f.h. Sveitarfélgasins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á vinnsutillögu vegna enduskoðunar á aðalskipulagi Fjallabyggðir 2020-2032.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - ósk um umsögn á vinnslutillögu " Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Marvin Ívarsson f.h. landeigna Ríkissjóðs Íslands óskar eftir að gerð verði nafnabreyting á Jörðinni Hof 1, L146438 og Lóðinni Hof 3, L228171. Óskað er eftir að Jörðin Hof 1, L146438, fái heitið Hof. Þá er oskað eftir að Lóðin Hof 3 L 228171, fái heitið Hof 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Arnar Már Sigurðarson eigandi lögbýlisins Árnes L146145, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 15 ha svæði á landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulagsnefnd samþykkir erindið, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012. Óska skal eftir umsögn Minjavarðar Norðurlands Vestra. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Árnes 146145 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt" Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Erindi vísað frá 936 fundi byggðarráðs dags. 21.10.2020:
Lagt er fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, er gert ráð fyrir stækkun á svæði ÍÞ 4.4 til vesturs og þar með skapast svigrúm til hönnunar svæðis fyrir nýtt hesthúsahverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hefja ferli við gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði og mun boða til fundar með hagsmunaaðilum. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með átta atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi í landi Ármúla L 145983 í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 2500m2 svæðis og er ætlunin að reisa tvö gestahús á svæðinu. Fyrir er á reitnum íbúðarhús auk bílskúrs. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Ármúli L145983 - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi fyrir Staðarhof L 230392, í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, frístundahúss/gestahúss, reiðskemmu og vélageymslu. Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem landbúnaðarland. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Umsókn um deiliskipulag - Staðarhof - 2007198". Samþykkt samhljóða.. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Ingimar Ingimarsson kt. 160451-3359, þinglýstur eigandi Ytra-Skörðugils á Langholti í Skagafirði L 146045, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Ytra-Skörðugil 1. Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Ytra-Skörðugili L 146045.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar vegna byggingarleyfisumsóknar Sunnu Bjarkar Björnsdóttur og Jóns Ölvers Kristjánssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 16 við Fellstún á Sauðárkróki.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. apríl sl., þá bókað:
„Sunna Björk Björnsdóttir kt.311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson kt.170679-5209, leggja fram tillögu að staðsetningu og útliti einbýlishúss sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Fellstúni 16, á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd synjar framkominni tillögu, þar sem grunnflötur hús fer 1,5m út fyrir byggingarreit.“
Lagðir eru fram nýir/breyttir aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli framlagðra uppdrátta. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 390 Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
18.Skipulags- og byggingarnefnd - 391
Málsnúmer 2011005FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 391 Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 30. september 2020, og var gefinn fretur til að skila inn athugasemdum til 30. október 2020. Tillagan var send íbúum á Freyjugötu nr. 5, 11, 22, 26, 26a, 30 og 32. Einnig var sent á íbúa Knarrarstígs 1. Athugasemdir bárust frá íbúum Freyjugötu 11, 22 og 24. Umsækjendur hafa óskað eftir að afturkalla tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að afturkalla fyrri samþykkt. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá sem gerðu athugasemdir, og tilkynna um afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 391 Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. nr 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan unnin af VSO ráðgjöf. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir greinargerð og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma athugsemdum og ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa. Bókun fundar Afgreiðsla 391. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 391 Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum. Bókun fundar Afgreiðsla 391. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 391 Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum. Bókun fundar Afgreiðsla 391. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
19.Skipulags- og byggingarnefnd - 392
Málsnúmer 2011016FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 392 Ingimar Ingimarsson kt. 160451-3359 þinglýstur eigandi Ytra-Skörðugils á Langholti í Skagafirði (landnr. 146045) og lóðarinnar Ytra-Skörðugils 1 sem verið er að skipta út úr landi jarðarinnar, óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja íbúðarhús úr timbri á einni hæð, auk bílskúrs.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 392 Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Vinnslutillaga hefur verið kynnt íbúum og auglýst með áberandi hætti í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og hafa verið gerðar lagfæringar og breytingar á umhverfisskýrslu, greinargerð og uppdráttum í kjölfar athugasemda og ábendinga frá einstaklingum, stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð tillögunnar á fumstigi og síðar vinnslutillögu, og komu með góðar og þarfar ábendingar og athugasemdir um hin ýmsu atriði, sem hafa nýst vel við útfærslu og gerð aðalskipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún samþykki skipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun " Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 392 Lögð er fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09, skipulags- og byggingarmál vegna ársins 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa framlögðum drögum fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, til byggðarráðs til afgreiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 392 Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls, og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 392 Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059, sækir um að stofna 3.854 m2 frístundahúsalóð auk byggingarreits úr landi Sjávarborgar II, L 145955, í samræmi við meðfylgjandi gögn, unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Smáborg. Einnig er óskað eftir að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá gr. 5.3.2.14, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 50m fjarlægðarmarka bygginga frá vatni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
20.Umhverfis- og samgöngunefnd - 173
Málsnúmer 2010020FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Fulltrúar frá hópi fyrirtækja á Sauðárkróki, Sigríður Gunnarsdóttir og Magnús Svavarsson, komu á fundinn og ræddu hugmyndir um hvernig standa megi að átakinu í samstarfi við sveitarfélagið.
Hópinn skipa Magnús Svavarsson, Sigríður Gunnarsdóttir og Róbert Óttarsson. Aðalmál verkefnisins er að fyrirtækin taki til og raði á sinni lóð. Ekki er ætlunin að fara í kostnaðarsamar aðgerðir heldur fegra svæðið með því að fjarlægja þá hluti sem ekki tilheyra svæðinu beint. Einnig ræddu þau um að mála hús sem þarfnast málunar.
Nefndin lýsir ánægju sinni með átak fyrirtækja á eyrinni í umhverfismálum á yfirstandandi ári. Rætt var að mikilvægt sé að umhverfið við smábátahöfnina verði til fyrirmyndar í framtíðinni og þannig auki það aðdráttarafl heima- og ferðamanna. Sviðstjóra er falið að kalla hópinn samann og fara yfir framkvæmd verkefnisins.
Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Rætt hefur verið um að Akrahreppur taki þátt í uppbyggingu og rekstri nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð og á fundinn komu Þórunn Rögnvaldsdóttir og Friðrik Þór Jónsson til að ræða þau mál.
Akrahreppur hefur rætt að auka flokkun á sínu svæði og hefur áhuga á að taka þátt í rekstri stöðvarinnar. Umræður eru á milli sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps um samstarf. Sviðstjóra er falið að halda áfram samstarfinu með það að markmiði að gera samstarfssamning. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Nýja sorpmóttökustöðin í Varmahlíð verður formlega opnuð laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Fyrirhugaðir opnunartímar eru: Mánudagar, miðvikudagar, föstudagar og laugardagar klukkan 13 - 16. Alla daga verður hægt að afsetja heimilissorp í gegnum lúgu á girðingu. Starfsmenn Flokku á Sauðárkróki munu aðstoða fólk við flokkun sorps á svæðinu á opnunartíma að minnsta kosti fyrst um sinn. Einnig er áætlað að breyta opnunartíma í Flokku á Sauðárkróki í framhaldi opnunar í Varmahlíð.
Steinar Skarphéðinsson kom með bókun frá Ingu Magnúsdóttur varðandi lengri opnunartíma fyrir sorpmóttökustöðina í Varmahlíð.
Um leið og við óskum Skagfirðingum til hamingju með nýja sorpmóttökustöð í Varmahlíð gerum við athugasemd við fyrirhugaðan opnunartíma. Ætlunin er að hafa opið mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga kl 13-16, en að alltaf verði opin lúga fyrir heimilissorp. Opnunartíminn gefur íbúum í Varmahlíð og nærsveitum, sem vinna utan heimilis (á almennum opnunartímum vinnustaða) ekkert svigrúm til að nýta sér þjónustuna á virkum dögum og takmarkaðan á laugardögum. Aðgengi að endurvinnslugámum á þessum takmarkaða opnunartíma er ekki til þess fallinn að hvetja til endurvinnslu. Viðleggjum til að opnunartíminn verði endurskoðaður, að hann verður lengdur síðdegis a.m.k. einhverja daga vikunnar til að gefa íbúum tækifæri til að nýta sér þessa ágætu stöð.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og tekur málið til frekari afgreiðslu.
Opnunartímar í Varmahlíð verða eftirfarandi:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 13-16
Laugardaga 13-16
Sunnudaga lokað
Opnunartímar í Flokku verða eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga 9-17
Laugardaga lokað
Sunnudaga 15-18
Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson ítreka bókun Steinars Skarphéðinssonar, fulltrúa VG og óháðra “Um leið og við óskum Skagfirðingum til hamingju með nýja sorpmóttökunarstöð í Varmahlíð gerum við athugasemd við fyrirhugaðan opnunartíma, en ætlunin er að hafa opið mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga frá 13-16, en alltaf verði opin lúga fyrir heimilissorp. Opnunartíminn gefur íbúum í Varmahlíð og nærsveitum, sem vinna á almennum opnunartímum vinnustaða ekkert svigrúm til að nýta sér þjónustuna á virkum dögum og takmarkaðan um helgar. Aðgengi að endurvinnslugámum á þessum takmarkaða opnunartíma er ekki til þess fallinn að hvetja til endurvinnslu. Við leggjum til að opnunartíminn verði lengdur síðdegis a.m.k. einhverja daga vikunnar til að gefa fólki tækifæri á að nýta sér þessa ágætu aðstöðu.“
Ólafur Bjarni Haraldsson lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Byggðalista fagna opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð. Við teljum mikilvægt að opnunartími verði sniðin að þörfum notenda, og að sú vinna haldi áfram í nefndinni á komandi fundum. Við teljum ekki síður mikilvægt að skoðuð verði útfærsla á aðgengi að flokkunargámum fyrir plast og pappa utan opnunartíma, líkt og verður með almenna heimilissorpið. Væntum við þess að það verði einnig gert á komandi fundum.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Óskað var eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð. Undirtektir fólks voru afskaplega ánægjulegar og bárust alls inn 62 tillögur. Samþykkt er að setja 5 álitlegustu nöfnin að mati umhverfis- og samgöngunefndar til atkvæðagreiðslu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Opnað verður á atkvæðagreiðsluna miðvikudaginn 4. nóvember og lýkur henni sunnudaginn 9. nóvember klukkan 24:00.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir frábærar undirtektir. Tillögurnar 5 verða settar á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem íbúar geta kosið á milli nafnanna. Úrslitin verða svo kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Í janúar 2019 var gefið út minnisblað vegna hávaðamælinga sem gerðar voru við verksmiðju Steinullar hf á Sauðárkróki. Hávaðamælingar Mannvits sýndu að hávaði var alls staðar ásættanlegur. Óskað var eftir því við Umhverfisstofnun að dregið yrði úr kröfum um tíðni hávaðamælinga þannig að þær skuli gerðar einu sinni á starfsleyfistímabilinu (16 ár) í stað tveggja ára.
Umhverfisstofnun íhugar að leyfa að hljóðmælingar verði gerðar á fjögurra ára fresti. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 173 Fundargerðir Hafnarsambandsins nr. 425, 426 og 427.
Farið var yfir fundagerðir Hafnarsambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
21.Veitunefnd - 71
Málsnúmer 2010021FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 71 Ísor hefur skilað skýrslu vegna rannsóknarborana í Varmahlíð í haust. Í skýrslunni er lagt til að farið verði í frekari úrvinnsla gagna til að staðsetja nýja vinnsluholu.
Sviðsstjóri og starfsmenn Ísor kynna niðurstöður skýrslunnar og mögulegar staðsetningar á nýrri vinnsluborholu fyrir nefndarmönnum. Frekari úrvinnsla úr upplýsingum er þörf til að ákvarða endanlega staðsetningu holu og er sviðstjóra falið að fylgja málinu eftir með starfsmönnum Ísor. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar veitunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 71 Borist hefur erindi frá Dagnýju Stefánsdóttur og Róberti Loga Jóhannssyni þar sem þess er farið á leit að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir umsjón með jarðhitaréttindum á Steinsstöðun.
Nefndin þakkar fyrir erindið. Farið var yfir málið og það rætt. Ljóst er að málsaðilar þurfa að koma sér saman um hvernig staðið skuli að nýtingu og mælingum á sameiginlegu jarðhitasvæði. Sviðsstjóra er falið að afla frekari gagna um málið til úrvinnslu. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar veitunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 71 Vinna við framkvæmdir við nýja hitaveitu og lagningu ljósleiðara hefur staðið yfir síðan í júní. Verktakinn, Vinnuvélar Símonar, hefur lokið framkvæmd verksins og skilaði verkinu innan tilsetts tímaramma.
Nefndin fagnar því að verkinu hafi lokið innan tilsetts tíma og leggur til að lokaúttekt fari fram sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar veitunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 71 Framkvæmdir við lagningu hitaveitustofns með Strandvegi eru hafnar og eru langt á veg komnar. Verktakinn er Steypustöð Skagafjarðar.
Sviðsstjóri og Gunnar Björn upplýsir nefndina um stöðu verksins sem er að ljúka. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar veitunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 níu atkvæðum.
22.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 25
Málsnúmer 2009010FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 25 Ingvar Páll Ingvarsson kynnti fyrir fundarmönnum gögn vegna nýbyggingar (2. áfangi) við Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks heimilar að jarðvinna vegna nýbyggingarinnar verði boðin út. Bókun fundar Fundargerð 25. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
23.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 26
Málsnúmer 2011008FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 26 Steinn Leó Sveinsson fór yfir væntanlegar framkvæmdir annars áfanga við byggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Fram kom að útboðsgögn vegna jarðvegsvinnu eru tilbúin og verður verkið boðið út á næstu dögum. Bókun fundar Fundargerð 26. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 26 Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri fór yfir framkvæmdakostnað fyrri áfanga byggingar Sundlaugar Sauðárkróks. Verkið fór nokkuð fram úr fjárhagsáætlun ársins.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 39 milljónir króna vegna framkvæmdarinnar. Bókun fundar Fundargerð 26. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
24.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum
Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
25.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2021
Málsnúmer 2011024Vakta málsnúmer
Lagðar fram núgildandi reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2.mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Í reglunum er kveðið á um að þær séu endurskoðaðar ár hvert, ef þurfa þykir. Byggðarráð samþykkir að reglurnar verði óbreyttar frá árinu 2020.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
26.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2021
Málsnúmer 2011025Vakta málsnúmer
Lagt fram vinnuskjal varðandi breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 3,5% frá árinu 2020 og að hámarksafsláttur verði 70.000 kr.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
27.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2021
Málsnúmer 2011014Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2021 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2021 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2020. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2021 er því 237.398 kr. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
28.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum 2021
Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2021 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 5.237 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.770 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 5.045 kr. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
29.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2021
Málsnúmer 2011021Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 585 kr. í 600 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
30.Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldu 2021
Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2021.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 22.600 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.000 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Vísað til byggðaráðs." Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð telja að hækka þurfi greiðslur til stuðningsfjölskyldna meira.
31.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2021
Málsnúmer 2010187Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2021: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu að stakur aðgangur fyrir börn og fullorðna hækkar um 5%, þar sem sá aðgangur hækkaði ekki fyrir árið 2020. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
32.Gjaldskrá Húss frítímans 2021
Málsnúmer 2010188Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 282. fundar félags- og tómstundanefndar: "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2021. Tillagan felur í sér allt að 2,5% hækkun fyrir leigu á húsinu. Tillagan samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framangreinda bókun.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
33.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2020
Málsnúmer 2010220Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukninna tekna í málaflokkum, hækkunar launakostnaðar vegna nýrra kjarasamninga. Millifærslur fjárheimilda á milli málaflokka. Einnig er viðauki gerður vegna nýrra fjárfestinga og svo millifærslur framkvæmdafjár milli verkefna. Viðaukinn er að fjárhæð 28 milljónir króna sem mætt er með hækkun skammtímaskulda.
Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2020 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 9 atkvæðum.
34.Samþykktir Norðurár bs
Málsnúmer 2011171Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn Norðurár bs., dagsett 11. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að nýjar samþykktir byggðasamlagsins verði staðfestar af sveitarstjórn að undangengnum tveimur umræðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktum Norðurár bs. til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar samþykktir með níu atkvæðum og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
35.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga - 2021
Málsnúmer 2011112Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
36.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga - 2021
Málsnúmer 2011111Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
37.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga - 2021
Málsnúmer 2011110Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
38.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2021
Málsnúmer 2011160Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
39.Gjaldskrá brunavarna 2021
Málsnúmer 2011161Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
40.Gjaldskrá 2021, fasteignagjöld
Málsnúmer 2011102Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fasteignaskattur í A flokki fasteigna lækki úr 0,50% í 0,475% frá 1. janúar 2021. Fasteignaskattur á B flokki fasteigna verði áfram 1,32% og á C flokk fasteigna verði 1,65%.
Lóðarleiga verði óbreytt milli áranna 2020 og 2021.
Landleiga beitarlands breytist frá 1. janúar 2021 og verði 6.000 kr./ha, landleiga ræktunarlands utan þéttbýlis verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands í þéttbýli verði 14.000 kr./ha.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
41.Vinnutímastytting dagvinna Betri vinnutími
Málsnúmer 2010078Vakta málsnúmer
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
42.Aðalgata 10 A - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2011156Vakta málsnúmer
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.
43.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 - ósk um umsögn á vinnslutillögu
Málsnúmer 2010190Vakta málsnúmer
Helga Íris Ingólfsdóttir skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar f.h. Sveitarfélagsins Fjallabyggðar, óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á vinnslutillögu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Fjallabyggðir 2020-2032.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að gera ekki athugsemdir við tillöguna.
44.Árnes 146145 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt
Málsnúmer 2010138Vakta málsnúmer
Arnar Már Sigurðarson eigandi lögbýlisins Árnes L146145, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 15 ha svæði á landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir erindið með 9 atkvæðum, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012. Óska skal eftir umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra.
45.Ármúli L145983 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2007200Vakta málsnúmer
Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi í landi Ármúla L 145983 í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 2500m2 svæðis og er ætlunin að reisa tvö gestahús á svæðinu. Fyrir er á reitnum íbúðarhús auk bílskúrs. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagstillöguna með 9 atkvæðum og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
46.Umsókn um deiliskipulag - Staðarhof
Málsnúmer 2007198Vakta málsnúmer
Lögð fram, að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi fyrir Staðarhof L 230392, í Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, frístundahúss/gestahúss, reiðskemmu og vélageymslu. Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem landbúnaðarland. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Sauðárkróksbraut. Deiliskipulagstillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 7. október s.l. með athugasemdafresti til 30. október. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagstillöguna með 9 atkvæðum og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
47.Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi
Málsnúmer 2009159Vakta málsnúmer
Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 30. september 2020, og var gefinn fretur til að skila inn athugasemdum til 30. október 2020. Tillagan var send íbúum á Freyjugötu nr. 5, 11, 22, 26, 26a, 30 og 32. Einnig var sent á íbúa Knarrarstígs 1. Athugasemdir bárust frá íbúum Freyjugötu 11, 22 og 24. Umsækjendur hafa óskað eftir að afturkalla tillöguna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með 9 atkvæðum að afturkalla fyrri samþykkt sveitarstjórnar frá 23.9.2020 um óverulega breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá sem gerðu athugasemdir og tilkynna um afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar auk sveitarstjórnar.
48.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun
Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Vinnslutillaga hefur verið kynnt íbúum og auglýst með áberandi hætti í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og hafa verið gerðar lagfæringar og breytingar á umhverfisskýrslu, greinargerð og uppdráttum í kjölfar athugasemda og ábendinga frá einstaklingum, stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð tillögunnar á fumstigi og síðar vinnslutillögu, og komu með góðar og þarfar ábendingar og athugasemdir um hin ýmsu atriði, sem hafa nýst vel við útfærslu og gerð aðalskipulagstillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún samþykki skipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 31. Skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugungar.
49.Lausn frá nefndastörfum
Málsnúmer 2011052Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Ara Jóhanni lausn frá störfum og þakkar störf hans í þágu sveitarfélagsins.
50.Endurtilnefning varafulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd.
Málsnúmer 2011053Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Regínu Valdimarsdóttur.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.
51.Endurtilnefning fulltrúa Heilbrigðiseftir Norðurl.v.
Málsnúmer 2011069Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um að Haraldur Þór Jóhannsson sem verið hefur varamaður, verði aðalmaður og Jón Daníel Jónsson sem varamann í stað Haraldar.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.
52.Endurtilnefning í stjórn Menningaseturs Skagf.Varmahlíð
Málsnúmer 2011073Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Jón Daníel Jónsson.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.
53.Endurtilnefning varafulltrúa á ársþing SSNV
Málsnúmer 2011070Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Guðlaug Skúlason.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.
54.Fjárhagsáætlun 2021 - 2025
Málsnúmer 2007023Vakta málsnúmer
Sigfús Ingi Sigfssson sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagsáætlun 2020-2024.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt sveitarfélaginu frest til 1. desember 2020 til að leggja fjárhagsáætlunina fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn og frest til 31. desember 2020 til að afgreiða fjárhagsáætlunina úr sveitarstjórn. Er það gert á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna Covid-19 faraldursins.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.219 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.406 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 5.944 m.kr., þar af A-hluti 5.298 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 275 m.kr. Afskriftir nema 248 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 261 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 234 m.kr.
Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 107 m.kr. Afskriftir nema 156 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 204 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 253 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.607 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 9.012 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.790 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.563 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.816 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,34%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.449 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,76%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 51 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 201 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2022 eru 6.466 m.kr., fyrir árið 2023 6.680 m.kr. og fyrir árið 2024 6.932 m.kr. Rekstrarniðurstöður samstæðunnar er áætlaðar neikvæðar fyrir næstu ár. Árið 2022 273 m.kr., fyrir árið 2023 313 m.kr. og fyrir árið 2024 347 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2022 verði 174 m.kr., fyrir árið 2023 verði 156 m.kr. og fyrir árið 2024 142 m.kr.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
55.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 27
Málsnúmer 2011012FVakta málsnúmer
56.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 28
Málsnúmer 2011022FVakta málsnúmer
57.Fundagerðir Norðurár bs 2020
Málsnúmer 2001007Vakta málsnúmer
58.Fundagerðir FNV 2020
Málsnúmer 2001006Vakta málsnúmer
59.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:29.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.