Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 943

Málsnúmer 2012008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020

Fundargerð 943. fundar byggðarráðs frá 9. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 943 Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundabúnað.
    Klukkan 9:30 var farið yfir málaflokk 07-Brunavarnir. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Svavar Atli Birgisson slökkvilisstjóri, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 10:00 var farið yfir eftirtalda málaflokka; 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita og 67-Hitaveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Klukkan 10:30 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir; 08-Hreinlætismál, 10-Umferðar- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 61-Hafnarsjóður og 69-Fráveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 943. fundar byggðarráðs staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.