Samband íslenskra sveitarfélaga setti á stofn í október síðast liðnum, stafrænt ráð um samvinnu sveitarfélaga í stafrænni þróun. Fram kemur í bókun fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga eftirfarandi: "Stjórnin er jákvæð fyrir því að stofnað verði miðlægt tækniteymi sambandsins sem kostað verði af sveitarfélögunum skv. tillögu um kostnaðarþátttöku árið 2021. Forsenda þess að teymið verði stofnað er að meginþorri sveitarfélaga taki þátt í verkefninu en mikilvægt er að kynna það vel fyrir sveitarfélögum á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að verkefnið sé tímabundið, til tveggja ára fyrst um sinn, með mögulegri framlengingu. Stjórnin samþykkir einnig tillögu um feril ákvarðanatöku Stafræns ráðs við val á forgangsverkefnum og leggur áherslu á að ferlið verði kynnt vel fyrir öllum sveitarfélögum." Byggðarráð samþykkir að taka þátt í samstarfinu.
Stjórnin samþykkir einnig tillögu um feril ákvarðanatöku Stafræns ráðs við val á forgangsverkefnum og leggur áherslu á að ferlið verði kynnt vel fyrir öllum sveitarfélögum."
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í samstarfinu.