Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 947

Málsnúmer 2101001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021

Fundargerð 947. fundar byggðarráðs frá 6. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 406. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagðar fram áskoranir frá Samtökum grænkera á Íslandi, dagsettar 21. desember 2020. Annars vegar til sveitarafélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum og hinsvegar í tilefni af Veganúar 2021 skora Samtök grænkera á Íslandi á alla leik- og grunnskóla landsins að bjóða upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína að minnsta kosti einu sinni í viku nú í janúar.
    Byggðarráð leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
    Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. desember 2020, þar sem sam samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 279/2020, "Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaldursins á sveitarfélög". Umsagnarfrestur er til og með 07.01.2021.
    Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum..
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. desember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 274/2020, "Grænbók um byggðamál". Umsagnarfrestur er til og með 25.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 947 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-nóvember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 947. fundar byggðarráðs staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.