Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 285

Málsnúmer 2101008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021

Fundargerð 285. fundar félags- og tómstundanefndar frá 14. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram fyrirspurn um hvort sveitarfélagið hyggst framlengja gildistíma árskorta í sundlaugar í Skagafirði vegna COVID-19. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að framlengja gildistíma þeirra sem nemur lokun vegna faraldursins á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagfirði 300.000 kr. styrk vegna félagsstarfa á árinu 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins á árinu 2021 og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2021 er daggjald notenda kr. 1.281 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2021 verði 540 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.821 kr.
    og fjarvistargjald á dag 1.281 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 285 Fjögur mál lögð fyrir nefndina. Öll samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 406. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2021 með átta atkvæðum.