Fara í efni

Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 1

Málsnúmer 2101023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 27. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 1 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnti hugmynd að staðsetningu og útliti íþróttahúss við grunnskólann austan Vatna á Hofsósi. Einnig hugmyndir að aðkomu að skóla, íþróttahúsi og leikskóla og staðsetningu bílastæða.
    Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að hönnun í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.