Fara í efni

GAV- Hofsósi - bygging íþróttahúss - hönnun lóðar

Málsnúmer 2101243

Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 1. fundur - 27.01.2021

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnti hugmynd að staðsetningu og útliti íþróttahúss við grunnskólann austan Vatna á Hofsósi. Einnig hugmyndir að aðkomu að skóla, íþróttahúsi og leikskóla og staðsetningu bílastæða.
Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að hönnun í samræmi við umræður á fundinum.

Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 3. fundur - 09.03.2022

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri kynntu drög að aðaluppdráttarteikningum af íþróttahúsi á Hofsósi.
Samþykkt að halda áfram með hönnunarvinnu við íþróttahúsið með tilliti til tengingar við skólabygginguna og þarfagreiningu vegna skipulags skólans.