Fara í efni

Ljósleiðaravæðing - áætlun 2021

Málsnúmer 2102029

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 18.02.2021

Farið er yfir kostnað við lagningu ljósleiðara á þeim svæðum sem eftir er að ljósleiðaravæða í Skagafirði.
Þessi svæði eru Skaginn, Hjaltadalur, Deildardalur, Vatnsskarð og Hraun í Fljótum sem unnið verður með Neyðarlínunni og Mílu.

Veitunefnd leggur áherslu á að verkið verði klárað á þessu ári eins og stefnt var að. Sviðstjóra er falið að kanna leiðir til fjármögnunar verkefnisins í samráði við sveitastjóra og byggðarráð.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 15.04.2021

Ákveðið hefur verið að klára ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt. Lagning leiðarans verður boðin út á árinu 2021.

Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 77. fundur - 20.05.2021

Verkfræðistofan Stoð hefur hafið hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í júní 2021.

Nefndin fagnar því að þessi framkvæmd sé komin að endamörkum.