Ljósleiðaravæðing - áætlun 2021
Málsnúmer 2102029
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 18.02.2021
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 15.04.2021
Ákveðið hefur verið að klára ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt. Lagning leiðarans verður boðin út á árinu 2021.
Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.
Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 77. fundur - 20.05.2021
Verkfræðistofan Stoð hefur hafið hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í júní 2021.
Nefndin fagnar því að þessi framkvæmd sé komin að endamörkum.
Nefndin fagnar því að þessi framkvæmd sé komin að endamörkum.
Þessi svæði eru Skaginn, Hjaltadalur, Deildardalur, Vatnsskarð og Hraun í Fljótum sem unnið verður með Neyðarlínunni og Mílu.
Veitunefnd leggur áherslu á að verkið verði klárað á þessu ári eins og stefnt var að. Sviðstjóra er falið að kanna leiðir til fjármögnunar verkefnisins í samráði við sveitastjóra og byggðarráð.