Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

74. fundur 18. febrúar 2021 kl. 13:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Ljósleiðaravæðing - áætlun 2021

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Farið er yfir kostnað við lagningu ljósleiðara á þeim svæðum sem eftir er að ljósleiðaravæða í Skagafirði.
Þessi svæði eru Skaginn, Hjaltadalur, Deildardalur, Vatnsskarð og Hraun í Fljótum sem unnið verður með Neyðarlínunni og Mílu.

Veitunefnd leggur áherslu á að verkið verði klárað á þessu ári eins og stefnt var að. Sviðstjóra er falið að kanna leiðir til fjármögnunar verkefnisins í samráði við sveitastjóra og byggðarráð.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

2.Hitaveita - áætlun um hitaveituframkvæmdir

Málsnúmer 2102027Vakta málsnúmer

Vinna við gerð áætlunar vegna hitaveituframkvæmda er hafin. Bragi Þór Haraldsson fór yfir grunnskjöl frá verkfræðistofunni Stoð og var staða málanna rædd. Forgangsraða þarf framkvæmdum samhliða öflun á heitu vatni og viðhaldi á hitaveitukerfunum frá Varmahlíð, Hrolleifsdal og í Hjaltadal.

Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að gerð áætlunarinnar og leggja fram frekari gögn á næsta fundi Veitunefndar.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

3.Viðvíkursveit - tenging við Varmahlíðarveitu - athugun

Málsnúmer 2102026Vakta málsnúmer

Í samstarfi við verkfræðistofuna Stoð hefur möguleikinn á því að framlengja hitaveituna frá Varmahlíð til norðurs í Viðvíkursveit verið skoðaður. Við fyrstu sín virðist þetta ekki vera álitlegur kostur og alls ekki ef hægt verður að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleifsdal eða frá Langhúsum.

Sviðsstjóra er falið að halda þessum möguleika opnum ef ekki tekst að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleisdal.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

4.Erindi til byggðarráðs

Málsnúmer 2011170Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hlyn Ársælssyni sem Byggðarrað framvísaði á 941. fundi 24. nóvember sl. Erindið er beiðni um hluta niðurfellingu og/eða töluverðan afslátt af kostnaði vegna notkunar á heitu og köldu vatni á meðan verið er að koma stoðum undir rekstur fyrirtækisins Nordic Fish Leather ehf.

Sviðsstjóra er falið afla frekari upplýsinga og ræða við Nordic Fish Leahter um málið.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

5.Samráð; Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna

Málsnúmer 2102189Vakta málsnúmer

Farið er yfir drög að reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna. Um er að ræða breytingar og endurskoðun á núgildandi tæknilegum tengiskilmálum sem eru frá 2012.

Nefndin samþykkir drögin en felur sviðsstjóra og verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að rýna gögnin frekar og skila áliti fyrir 5. mars 2021.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

Fundi slitið - kl. 15:00.