Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Borun VH-20, við Reykjarhól í Varmahlíð - verklýsing Ísor
Málsnúmer 2103311Vakta málsnúmer
2.Framkvæmdaleyfi vegna borunar hitaholu VH-20 við Reykjarhól Varmahlíð.
Málsnúmer 2103219Vakta málsnúmer
Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til skipulagsfulltrúa vegna slóðagerðar, lagningu hitaveitu-, raf- og ljósleiðaralagna og gerð borplans vegna fyrirhugaðrar borunar á heitavatnsholu VH-20 við Reykjarhól.
Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.
Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.
3.Hrolleifsdalur, síkkun dælu í SK-28 - 2021
Málsnúmer 2104087Vakta málsnúmer
Skagafjarðarveitur hafa óskað eftir tilboðum í dælur og búnað vegna fyrirhugaðrar síkkunar dælu í holu SK-28 í Hrolleifsdal. Tilboði frá Deili ehf. var tekið og búnaður kominn og tilbúinn til niðursetningar.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Þessi aðgerð eykur afhendingaröryggi veitunnar og vonir standa til að það náist upp meira heitt vatn en fengist hefur hingað til.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Þessi aðgerð eykur afhendingaröryggi veitunnar og vonir standa til að það náist upp meira heitt vatn en fengist hefur hingað til.
4.Varmahlíð VH-20, tilboð í öxuldælu
Málsnúmer 2102276Vakta málsnúmer
Skagafjarðarveitur hafa óskað eftir tilboðum í dælur og búnað í fyrirhugaða nýja vinnsluholu VH-20 í Varmahlíð.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Ef vel tekst til við borun mun þessi aðgerð auka afhendingaröryggi veitunnar og einnig opna möguleika á stækkun veitunnar.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum gerði grein fyrir búnaði sem þarf til verkefnisins. Ef vel tekst til við borun mun þessi aðgerð auka afhendingaröryggi veitunnar og einnig opna möguleika á stækkun veitunnar.
5.Ljósleiðarvæðing - áætlun 2021
Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer
Ákveðið hefur verið að klára ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt. Lagning leiðarans verður boðin út á árinu 2021.
Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.
Valur Valsson verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Veitunefnd fagnar ákvörðuninni og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning á hönnun og gerð útboðsganga.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri kynnti verklýsinguna fyrir nefnarmönnum. Gert er ráð fyrir að boruð verði allt að 700 m djúp hola. Verkið verður sett í verðfyrirspurn og verða gögn þar að lútandi send út á næstu dögum.