Fara í efni

Reikningsskil sveitarfélaga, breyting á reglugerð

Málsnúmer 2102259

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 994. fundur - 08.12.2021

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti til sveitarfélaga, varðandi breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.
Ný ákvæði 3. mgr. 20. gr. „Byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skulu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.“
Með breyttum ákvæðum 20. gr. er nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.