Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

994. fundur 08. desember 2021 kl. 09:00 - 13:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 2108116Vakta málsnúmer

Vinnufundur byggðarráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2015.
Fundurinn hófst á yfirferð verkefna í umsjón atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Málaflokkur 05-menningarmál og 13-atvinnumál. Til viðræðu komu Gunnsteinn Björnsson formaður nefndarinnar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri. Véku þeir af fundinum kl. 09:50.
Næstir á vettvang voru Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og kynntu áætlun Skagafjarðarveitna, vatns-, sjó- og hitaveitu. Haraldur vék af fundi kl. 10:20.
Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar kom á fundinn. Hann og Steinn Leó fóru yfir málaflokka 08-sorpmál, 10-umferðar- og samgöngumál, 11-umhverfismál, 61-Hafnarsjóð Skagafjarðar, 69-Fráveitu Skagafjarðar. Í lokin fór Steinn yfir málaflokk 31-eignasjóð. Véku þeir af fundi kl. 10:50.
Næst var röðin komin að skipulags- og byggingarnefnd. Einar E. Einarsson formaður nefndarinnar og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi fundinn. Umfjöllun um málaflokkinn lauk kl. 11.20 og véku þau af fundi.
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir málaflokk 00-skatttekjur og 21-sameiginlegur kostnaður. Lauk yfirferðinni kl. 11:50.
Næst kom Steinn Leó Sveinsson inn á fundinn til að kynna viðhaldsáætlanir og fjárfestingar ársins 2022. Vék hann af fundi kl. 13:00.
Byggðarráð þakkar kynningarnar og góða vinnu við áætlunargerðina.

2.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 2112007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytt skipulag barnaverndar. Að baki hverrar barnaverndarþjónustu verða umdæmi með í það minnsta 6.000 íbúum nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum.

3.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2112049Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun á viðhaldsfé eignasjóðs um 6 mkr. vegna standsetningar á húsnæði í Varmahlíð fyrir leikskólabörn og hækkun á framkvæmdafé vegna umhverfismála um 9,5 milljónir króna. Drenlögn ofan Norðurbrúnar í Varmahlíð og girðing um kirkjugarðinn á Hofsósi. Einnig er sala fasteigna í áætlun ársins tekin til baka og hlutafé í Mótun ehf., 9,8 mkr. og viðskiptaskuld, 23 mkr. afskrifuð.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Notendastýrð persónuleg aðstoð, greiðsluviðmið 2022

Málsnúmer 2110179Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar:
"Félags- og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2022 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta, 5.567 kr. á klukkkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notenda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, 5.070 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, 5.362 kr. á klukkustund. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur

Málsnúmer 2110180Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 296. fundar félags- og tómstundanefndar:
"Félags og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgeiðslna skv. 6.gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði ), sbr. reglur sveitarfélagsins um daggæslu í heimahúsum. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2022

Málsnúmer 2110137Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2021.
"Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju. Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2111254Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna sem munu taka gildi 1. janúar 2022. Nýrri 15. gr. hefur verið bætt við er varðar þjónustu dráttarbáts. Hækkun verður á liðum 13. og 14. gr. vegna kaupa og reksturs á nýjum dráttarbáti. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrárinnar hækki um 3,5%.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Fráveitugjald og tæming rotþróa 2022

Málsnúmer 2110136Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2022.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 6,7%.
Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkostnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá hunda og kattahalds 2022

Málsnúmer 2110135Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 185. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga

Málsnúmer 2112039Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga. Stjórn Sís áréttar að mikilvægt sé fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinganna og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs.

11.Álagningarkerfi fasteignagjalda og sjálfvirkar skýrslur

Málsnúmer 2111277Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2021 frá Þjóðskrá Íslands varðandi kynningu á því að stofnunin áformi að taka í notkun nýtt álagningarkerfi vegna fasteignagjalda í ársbyrjun 2023.

12.Reikningsskil sveitarfélaga, breyting á reglugerð

Málsnúmer 2102259Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti til sveitarfélaga, varðandi breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.
Ný ákvæði 3. mgr. 20. gr. „Byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skulu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.“
Með breyttum ákvæðum 20. gr. er nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.

Fundi slitið - kl. 13:50.