Freyjugata 25- Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2103052
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021
Ólafur Elliði Friðriksson kt. 030957-4749 f.h. Sýls ehf. kt. 470716-0450, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi sem nær yfir gamla barnaskólareitinn við Freyjugötu/Ránarstíg og Sæmundargötu. Gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi 18.júní 2020. Breytingin fellst í að sá hluti húss sem var íþróttasalur verður rifinn, og byggður upp að nýju, með hærra þaki sem mun hafa sömu mænishæð og „gamla“ skólahúsið . Einnig er gert ráð fyrir að í þeim byggingarhluta verði heimilt í stað 4 íbúða, að gera 6 íbúðir. Gert ráð fyrir nýju stigahúsi austan við endurbyggingu/nýbyggingu, sem stendur utan byggingarreits, og er byggingarreitur stækkaður til samræmis við stærð stigahúss. Loks er um að ræða nýja að komu inn að nýjum/endurbyggðum byggingarhluta frá Ránarstíg.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum, sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum, sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefd samþykkir tillöguna sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.