Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

408. fundur 17. mars 2021 kl. 16:15 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 954

Málsnúmer 2102027FVakta málsnúmer

Fundargerð 954. fundar byggðarráðs frá 24. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2021 frá Fiskmarkaði Íslands varðandi ósk um framlengingu á uppsagnarákvæði leigusamnings um fasteignina Háeyri 6 á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar sem fer með málefni Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 954. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir að senda drögin til umfjöllunar hjá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 954. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lagt fram bréf dagsett 5. febrúar 2021 frá RARIK varðandi strenglögn í Skagafirði ásamt samkomulagi um lagningu jarðstrengs í landi Reykjarhóls, L146060. Strengleið 2019-11001-0001.
    Byggðarráð samþykkir lagningu jarðstrengs í landi Reykjarhóls, að uppfylltum öðrum skilyrðum um leyfisveitingu vegna framkvæmdarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 954. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lagðar fram siðareglur starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið siðareglna starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. Siðareglunum er ætlað að stuðla að því að starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.
    Byggðarráð samþykkir siðareglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Siðareglur starfsmanna". Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðarflugvelli, 126. mál.
    Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 954. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 954 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 43/2021, "Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð". Umsagnarfrestur er til og með 26.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 954. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 955

Málsnúmer 2102030FVakta málsnúmer

Fundargerð 955. fundar byggðarráðs frá 3. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2021 frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar varðandi umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Magnús Jónsson formaður félagsins kom á fundinn til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Baldvin Jónbjarnarson fulltrúi frá Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um viðbyggingu við leikskólann Ársali við Árkíl á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. febrúar 2021 úr máli 2102263 hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 15.02.2021 sækir Sigurpáll Aðalsteinsson, f.h. Videosport ehf., kt. 470201-2150, um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki III í Félagsheimilinu Ljósheimum, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2139958.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. febrúar 2021 úr máli 2102262 hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 16.02.2021 sækir Anna Hlín Jónsdóttir, f.h. Hlín ehf., kt. 591120-1150, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Steinsstöðum, fnr. 2141480, 561 Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 955 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins um að nauðsynlegt sé að bæta miðlun upplýsinga til almennings um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla til neytenda. Með þeim hætti geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um kaup sín á matvælum, áttað sig betur á uppruna matvæla í matvælaverslunum og notkun sýklalyfja í þeim löndum. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og áhættunni sem felst í að það geti borist frá löndum með útbreitt ónæmi til landa með lítið ónæmi eins og Íslands. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að rétt væri að huga að útvíkkun frumvarpsins þannig að sambærilegum upplýsingum verði miðlað til neytenda á veitingastöðum og í mötuneytum hér á landi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 955. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 956

Málsnúmer 2103007FVakta málsnúmer

Fundargerð 956. fundar byggðarráðs frá 10. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Axel Kárason, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, Jóhanna Ey Harðardóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Gísli Sigurðsson, og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Farið yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag hafnarsvæðis Sauðárkrókshafnar. Fundinn sátu fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu, Eyjólfur Þórarinsson, Árni Ragnarsson og Björn Magnús Árnason, Dagur Þ. Baldvinsson yfirhafnarvörður, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs svo og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason varaformaður. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Málið áður á 940. fundi byggðarráðs þann 19. nóvember 2021 og samþykkti ráðið að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins, Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran kynntu verkefnið í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Fundinn sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs auk þess sem Baldvin Jónbjarnarson starfsmaður Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Umræður um viðbyggingu við leikskólann Ársali. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð útboðs á framkvæmdinni.
    Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Axel Kárason, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, Jóhanna Ey Harðardóttir kvöddu sér hljóðs.

    Ólafur Bjarni tók til máls og lagði fram eftirfarndi bókun:
    Fulltrúar Byggðalista telja mikilvægt að litið sé til framtíðar þegar farið er af stað í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Ef við viljum að fjölskyldufólk setjist hér að, verðum við að tryggja næg leikskólarými, sem eru í takt við þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Þar má ekkert gefa eftir. Það er löngu orðið tímabært að fjölga daggæslurýmum á Sauðárkróki. Árið 2019 var á fjárhagsáætlun fyrstu skref framkvæmda við stækkun yngra stigs Ársala, sem svo ekkert varð úr. Að það hafi tekið 2 ár að átta sig á því að það væri ekki hentugt er einfaldlega of langur tími. Því er mikilvægt, og í raun eðlilegt framhald af þessari ákvörðun að farið verði á fullt í að hanna og útfæra nýjan leikskóla á Sauðárkróki, og þannig tryggja næg leikskólarými til framtíðar. Það er vel að sú umræða er farin af stað, og ber að fagna.
    Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.

    Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum:
    Leikskólarnir í Skagafirði leggja alla jafna mikið á sig til að verða við óskum um að taka við öllum börnum eins árs og eldri í upphafi nýs skólaárs. Leikskólastjórar ásamt fræðslustjóra hafa farið ítarlega í gegnum biðlista við leikskólana sem og fæðingartölur og aðrar upplýsingar sem liggja fyrir um íbúaþróun. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki annað séð en að leikskólarnir geti orðið við öllum óskum um leikskólarými fyrir eins árs börn og eldri í upphafi næsta skólaárs. Hins vegar tekur meirihluti sveitarstjórnar undir það að mikilvægt er að hugsa þessi mál til framtíðar, ekki síst í ljósi breytinga í umhverfi leikskóla, lengingar fæðingarorlofs o.fl.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

    Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdir og meira háttar viðhald ársins 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103030 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Lindargötu 1, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1973.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103031 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021 sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindargötu 3, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1975.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103036 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02.2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029, um leyfi til að reka veitingahús í flokki II að Aðalgötu 7, 550 Sauðárkróki. Mælifell, Aðalgötu 7, fnr. 213-1110.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2101352 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 26.01. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II í sumarhúsi, gestahús Keldudal, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2267660.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2103060 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 03.03. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal, Leifshús, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2337407.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúrarastúku, dagsett 2. mars 2021 um lækkun fasteignaskatts 2021 vegna fasteignarinnar F2256680, Borgarmýri 1A, Sauðárkróki.
    Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með átta atkvæðum. Gisli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram bréf, dagsett 2. mars 2021, frá Stapa lífeyrissjóði. Boðað er til rafræns fulltrúaráðsfundar sjóðsins þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00. Fulltrúaráðið er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfund sjóðsins þann 30. júní 2020 sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa. Á 920. fundi byggðarráðs þann 24. júní 2020 var samþykkt að Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs yrði fulltrúi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. Óskað er eftir umsögnum frá öllum sveitarfélögum og öllum ungmennaráðum sveitarfélaga.
    Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
    Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram bréf dagsett 7. mars 2021 frá skipstjórum og eigendum báta sem gerðir eru út frá Hofsósi, varðandi ábendingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 956 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. mars 2021 frá Jafnréttistofu varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Bókun fundar Afgreiðsla 956. fundar byggðarráðs staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

4.Félags- og tómstundanefnd - 286

Málsnúmer 2102013FVakta málsnúmer

Fundargerð 286. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 286 Fyrir fundinum lá minnisblað frá frístundarstjóra vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hofsósi, annarsvegar við íþróttarhús og hinsvegar við sundlaug. Nefndin samþykkir að óska eftir því að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs komi á næsta fund og kynni málið frekar. Bókun fundar Afgreiðsla 286. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 286 Fyrir fundinum lá minnisblað frá frístundarstjóra vegna fyrirhugaðra framkvæmda við annan áfanga byggingar við Sundalaug Sauðárkróks annars vegar og hins vegar stúku við gervigrasvöll. Nefndin samþykkir að óska eftir því að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs komi á næsta fund og kynni málið frekar. Bókun fundar Afgreiðsla 286. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 286 Drög að stefnu um félags- og tómstundastarf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis kynnt og málið rætt. Bókun fundar Afgreiðsla 286. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 166

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

Fundargerð 166. fundar fræðslunefndar frá 3. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 166 Rætt um stöðu biðlista við leikskólann Tröllaborg á Hólum. Búist er við að hægt verði að taka öll eins árs börn og eldri inn næsta haust. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kom á fundinn og kynnti hugmyndir að nýrri byggingu við leikskólann Ársali. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir einni deild, anddyri fyrir tvær deildir og starfsmannarými. Í seinni áfanga er gert ráð fyrir að annarri deild. Fræðslunefnd vill horfa til framtíðarlausna í uppbyggingu leikskóla á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 401

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

Fundargerð 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar dags. 19.11.2020 óskaði Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059, eftir leyfi að stofna 3.854 m2 frístundahúsalóð auk byggingarreits úr landi Sjávarborgar II, L 145955, í samræmi við framlögð gögn, unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað var eftir að landspildan fengi heitið Smáborg. Einnig var óskað eftir að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá gr. 5.3.2.14, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undandþágu frá 50 m fjarlægðarreglu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Fyrir liggur umsögn ráðuneytisins dags. 23.2.2021, þar sem veitt er undanþága frá ákvæði 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90.2013.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Hlífar Hjaltason kt. 300960-5539 og Sigríður Margrét Helgadóttir kt. 010561-4349 sem eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Víðiholts landnúmer 146082 sækja um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 0,43 ha landspildu úr jörðinni og nefna landið Víðiholt 2. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti. Þá er sótt um með vísan til II. kafla Jarðalaga, lausn landspildunnar úr landbúnaðarnotum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun ehf, leggur fram ósk um umsögn á vinnslutillögu Aðalskipulags Skagastrandar 2019-2031. Tillagan liggur frammi til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og er óskað eftir að umsögn bersit fyrir 9. mars 2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að misræmis gætir á legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Sigurður Baldursson kt. 270963-2349, f.h. Páfastaða ehf, kt.661119-0710, þinglýsts eiganda jarðarinnar Páfastaðir, L145989 óskar eftir heimild til að stofna 11.565 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Páfastaðir 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er í landi Páfastaða, L145989 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og verði skráð sem Íbúðarhúsalóð (10). Engin fasteign er á útskiptri spildu og ekkert ræktað land. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Páfastöðum, landnr. 145989.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Á 392 fundi skipulags- og byggingarnefndar 20.11.2020, var tekin til umræðu fyrirspurn Páls Pálssonar eiganda Halldórsstaða II í Skagafirði, þar sem óskað var eftir áliti nefndarinnar um hvort heimild fengist til að byggja 10 íbúðarhús á jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga vegna málsins. Páll Pálsson eigandi Halldórsstaða II í Skagafirði, leggur nú fram fyrirspurn í tillöguformi, um hvort leyfi fáist til að byggja 10 íbúðarhús í landi jarðarinnar með breyttu fyrirkomulagi frá fyrri tillöguuppdrætti.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að uppgefið byggingarmagn í tillögunni sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sbr. kafla um „tillögur á landbúnaðarsvæðum“ 4.14.4, með vísan í grein 10. Þá er þéttleiki húsa í tillögunni þess eðlis að túlka megi hana sem ávísun á þéttbýliskjarna, sem er ekki í samræmi við aðalskipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Nefndin synjar áformum um 10 húsa byggð á Halldórsstöðum II.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Ragnar Helgason kt. 090888-3239 leggur fram fyrirspurn varðandi lengingu á mön sem er við Túngötu/Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Í dag er mön meðfram Sæmundarhlíð sem drepur niður hljóð og ljósmengun vegna umferðar á Sæmundarhlíð, ásamt því að veita öryggi og skjól. Spurt er hvort sé mögulegt að fá mönina framlengda lengra upp Sæmundarhlíð ca 30 m, og inn á Túngötuna um ca 40m, skv. meðfylgjandi teikningu á loftmynd.
    Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendinguna og vísar erindinu áfram til Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Fyrir liggur umsókn frá Maríu Ósk Steingrímsdóttur kt. 070493-3229 og Jóni Páli Júlíussyni kt. 070182-3869 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðnni númer 7 við Melatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru nr. 100, 101, 102 og 103 dagsettir 13.02.2021 ásamt byggingarskilmálum. Þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 1. og 7. tölulið. byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið er óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi.
    Bókun fundar Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021. Samþykkt með níu atkvæðum.



  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Ólafur Elliði Friðriksson kt. 030957-4749 f.h. Sýls ehf. kt. 470716-0450, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi sem nær yfir gamla barnaskólareitinn við Freyjugötu/Ránarstíg og Sæmundargötu. Gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi 18.júní 2020. Breytingin fellst í að sá hluti húss sem var íþróttasalur verður rifinn, og byggður upp að nýju, með hærra þaki sem mun hafa sömu mænishæð og „gamla“skólahúsið . Einnig er gert ráð fyrir að í þeim byggingarhluta verði heimilt í stað 4 íbúða, að gera 6 íbúðir. Gert ráð fyrir nýju stigahúsi austan við endurbyggingu/nýbyggingu, sem stendur utan byggingarreits, og er byggingarreitur stækkaður til samræmis við stærð stigahúss. Loks er um að ræða nýja að komu inn að nýjum/endurbyggðum byggingarhluta frá Ránarstíg.
    Skipulags- og byggingarnefd samþykkir tillöguna sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Freyjugata 25- Óveruleg breyting á deiliskipulagi". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18183, Hraun norðan við veg 76-09 Siglufjarðarvegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hraun náma 18183 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 19472, Kolgröf austan við veg, Efribyggðarvegur 751-01, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Kolgröf náma 19472 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18090, Hvalnes vestan vegar 745-06 Skagavegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hvalnes náma 18090 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18137, Hverhólar við veg 752-03 Skagafjarðarveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hverhólar náma 18137 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku". Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 Ingvar Gýgjar Sigurðsson kt. 020884-3639, f.h. Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar rafmagnsheimtaugar frá tengikassa RARIK við Reykjarhólsveg að aðstöðuhúsi á lóðinni Reykjarhóll L200362, í Varmahlíð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Reykjarhóll tjaldstæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn". Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 401 115 - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 178

Málsnúmer 2102029FVakta málsnúmer

Fundargerð 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Starfsfólk Flokku kynna fyrir nefndini hvað hefur áunnist seinustu þrjú ár í endurvinnslu. Einnig verður farið yfir ýmis mál sem tengjast sorphirðu og urðun.

    Nefndin þakkar starfsmönnum Flokku fyrir greinargóðar upplýsingar og góðar umræður.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Samkvæmt samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. janúar 2020 er Dögun ehf. kt. 550284-0659. leigð tímabundið lóð/landspildu, nánar tiltekið austan lóðarinnar Hesteyri 1, L143444.

    Sviðsstjóri fór yfir samninginn og var honum falið að sjá um endlegan frágang og undirritun samningsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Með dagsettu bréfi 28. desember 2020 frá Hafnarsjóði hefur leigusamningi verið sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og Fiskmarkaði Íslands hf gert að rýma húsnæðið fyrir kl 13:00 þann 30.06.2021. Fiskmarkaður Íslands hf óskar eftir að fá framlengingu á leigusamningi til áramóta eða 31.12.2021.

    Nefndin samþykkir að Fiskmarkaður Íslands hf leigi húsnæðið til 31.okt. 2021. Greiðslur verða í samræmi við núgildandi leigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Lögð var fram til kynningar skýrsla um viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra vegna loftmengunar. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Dagur Þór Baldvinsson lagði fram til kynningar skýrsla um viðbragðáætlun Skagafjarðarhafna sem unnin var í febrúar 2021.

    Nefndin þakkaði Degi fyrir greinargóða framsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Lögð voru fram kynningar gögn frá Vegagerðinni er varða hafnarframkvæmdir í Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Beiðni frá Jakobínu Helgu Hjálmarsdóttur um að færa veg nr. 7827 Hólkotsveg fjær Hólkotsbænum þar sem hann liggur í gegnum bæjarhlaðið á Hólkoti.

    Nefndin telur að færsla eða breytingar á þessum vegi falli ekki innan verkahrings Sveitarfélagsins. Mögulega er hægt að sækja um styrk til framkvæmdarinnar til Vegagerðarinnar og er viðkomandi bent á að hafa samband við Vegagerðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Finnur Sigurðarson leggur fram fyrirspurn um stöðu sorphirðu á Steinssöðum. Hann veltir fyrir sér hvernig standi á því að ekki sé náð í rusl heim að íbúðarhúsum í Þéttbýliskjarnanum Steinsstöðum líkt og öðrum þéttbýliskjörnum í Skagafirði.

    Við undirbúning útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði er unnið að endurskipulagningu málaflokksins í heild sinni. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á sophirðu á Steinsstöðum fyrr en að nýr samningur hefur verið gerður og tekið gildi. Gert er ráð fyrir að nýr samningur taki gildi á þessu ári.
    Málið er í skoðun hjá Sveitarfélaginu er varðar stöðu Steinsstaða sem þéttbýliskjarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.

8.Siðareglur starfsmanna

Málsnúmer 2102034Vakta málsnúmer

Lagðar fram siðareglur starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem samþykktar hafa verið af byggðarráði og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Markmið siðareglna starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. Siðareglunum er ætlað að stuðla að því að starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.
Framlagðar siðareglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum

9.Endurtilnefning varamanns í sveitarstjórn

Málsnúmer 2103162Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varamann í sveitarstjórn í stað Sigríðar Magnúsdóttur, fulltrúa Framsóknar, sem fengið hefur leyfi frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Atla Má Traustason
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

10.Freyjugata 25- Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2103052Vakta málsnúmer

Ólafur Elliði Friðriksson kt. 030957-4749 f.h. Sýls ehf. kt. 470716-0450, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi sem nær yfir gamla barnaskólareitinn við Freyjugötu/Ránarstíg og Sæmundargötu. Gildandi deiliskipulag öðlaðist gildi 18.júní 2020. Breytingin fellst í að sá hluti húss sem var íþróttasalur verður rifinn, og byggður upp að nýju, með hærra þaki sem mun hafa sömu mænishæð og „gamla“ skólahúsið . Einnig er gert ráð fyrir að í þeim byggingarhluta verði heimilt í stað 4 íbúða, að gera 6 íbúðir. Gert ráð fyrir nýju stigahúsi austan við endurbyggingu/nýbyggingu, sem stendur utan byggingarreits, og er byggingarreitur stækkaður til samræmis við stærð stigahúss. Loks er um að ræða nýja að komu inn að nýjum/endurbyggðum byggingarhluta frá Ránarstíg.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum, sem óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

11.Hraun náma 18183 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102292Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18183, Hraun norðan við veg 76-09 Siglufjarðarvegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

12.Kolgröf náma 19472 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102294Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 19472, Kolgröf austan við veg, Efribyggðarvegur 751-01, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

13.Hvalnes náma 18090 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102295Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18090, Hvalnes vestan vegar 745-06 Skagavegur, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

14.Hverhólar náma 18137 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 2102296Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18137, Hverhólar við veg 752-03 Skagafjarðarveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Efnið er ætlað til lagfæringa á Héraðsvegum og Tengivegum. Náman er að hluta til opin og hefur verið unnið efni úr henni í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 5000 m3 af malarslitlagsefni 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður frá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1.maí 2021 til 30.júní 2022. Náman er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að umsækjandi gangi frá efnistökusvæði á fullnægjandi hátt að lokinni framkvæmd.

15.Reykjarhóll tjaldstæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn

Málsnúmer 2103076Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðsson kt. 020884-3639, f.h. Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar rafmagnsheimtaugar frá tengikassa RARIK við Reykjarhólsveg að aðstöðuhúsi á lóðinni Reykjarhóll L200362, í Varmahlíð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir umsóknina með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

16.Fundagerðir FNV 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 24. febrúar og 8. mars 2021 lagðar fram til kynningar á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021

17.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

895. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2021 lögð fram til kynningar á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021

Fundi slitið - kl. 17:15.