Fara í efni

Samráð; Drög um breytingu á reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda

Málsnúmer 2103128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 957. fundur - 17.03.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021, þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 958. fundur - 24.03.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguð drög að breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
Neytendur eiga skýlausan rétt til aðgangs að upplýsingum um matvæli eins og innihaldslýsingu, næringargildi, ofnæmis- og óþolsvalda, upprunaland o.fl. Það er ekki neytendum í hag að bjóða upp á rafrænar lausnir eins og þær sem lagðar eru til hér í stað þess að fá framangreindar upplýsingar með skýrum og greinargóðum hætti á umbúðum matvælanna sjálfra. Með fyrirhuguðum breytingum er verið að draga úr aðgangi neytenda að lögboðnum upplýsingum og dregið úr neytendavernd. Þvert á móti ættu breytingar á reglugerð að snúast um að styrkja rétt neytenda til upplýsinga um matvæli hvað varðar t.d. frumuppruna, kolefnisspor o.fl.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir sig andvígt fyrirhuguðum breytingum.