Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

958. fundur 24. mars 2021 kl. 11:30 - 12:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir

Málsnúmer 2103202Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2021 frá Bændasamtökum Íslands varðandi áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga landsins um að nýta innlend matvæli eins og kostur er. Mikil áhersla hefur verið lögð á þetta í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og má sjá þess víða merki.
Eitt af markmiðum í menntastefnu sveitarfélagsins er að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Einnig kemur þar fram að leitast skuli við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er. Þessu hefur verið fylgt eftir í innkaupum hjá skólum Skagafjarðar og þar sem útboð hefur farið fram hefur verið lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður komið við hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að matvæli séu framleidd sem næst neytandanum til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þá ber þess að geta að ákvæði eru um holla og góða næringu í skólanámskrám allra grunnskólanna.

2.Bakhópur á sviði húsnæðismála - beiðni um tilnefningu

Málsnúmer 2103236Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir þátttöku í bakhópi sem ætlunin er að setja á laggirnar til að vera vettvangur fyrir umræðu um málefni leiguíbúða á vegum sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að skipa Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra sem fulltrúa í hópinn.

3.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 2103190Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 15. mars 2021 frá Samtökum iðnaðarins varðandi áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til skoðunar.

4.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Málsnúmer 2103195Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál.

5.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (fjölgun jöfnunarsæta)

Málsnúmer 2103197Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Byggðarráð leggst gegn umræddum breytingum.

6.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar)

Málsnúmer 2103199Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

7.Samráð; Drög um breytingu á reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda

Málsnúmer 2103128Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguð drög að breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
Neytendur eiga skýlausan rétt til aðgangs að upplýsingum um matvæli eins og innihaldslýsingu, næringargildi, ofnæmis- og óþolsvalda, upprunaland o.fl. Það er ekki neytendum í hag að bjóða upp á rafrænar lausnir eins og þær sem lagðar eru til hér í stað þess að fá framangreindar upplýsingar með skýrum og greinargóðum hætti á umbúðum matvælanna sjálfra. Með fyrirhuguðum breytingum er verið að draga úr aðgangi neytenda að lögboðnum upplýsingum og dregið úr neytendavernd. Þvert á móti ættu breytingar á reglugerð að snúast um að styrkja rétt neytenda til upplýsinga um matvæli hvað varðar t.d. frumuppruna, kolefnisspor o.fl.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir sig andvígt fyrirhuguðum breytingum.

8.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2101254Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 17. mars 2021 þar sem fram kemur að stjórn sambandsins hefur tekið ákvörðun um að fresta landsþingi fram í maí n.k.

Fundi slitið - kl. 12:06.