Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2021 frá Bændasamtökum Íslands varðandi áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga landsins um að nýta innlend matvæli eins og kostur er. Mikil áhersla hefur verið lögð á þetta í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og má sjá þess víða merki. Eitt af markmiðum í menntastefnu sveitarfélagsins er að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Einnig kemur þar fram að leitast skuli við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er. Þessu hefur verið fylgt eftir í innkaupum hjá skólum Skagafjarðar og þar sem útboð hefur farið fram hefur verið lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður komið við hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að matvæli séu framleidd sem næst neytandanum til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þá ber þess að geta að ákvæði eru um holla og góða næringu í skólanámskrám allra grunnskólanna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga landsins um að nýta innlend matvæli eins og kostur er. Mikil áhersla hefur verið lögð á þetta í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og má sjá þess víða merki.
Eitt af markmiðum í menntastefnu sveitarfélagsins er að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Einnig kemur þar fram að leitast skuli við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er. Þessu hefur verið fylgt eftir í innkaupum hjá skólum Skagafjarðar og þar sem útboð hefur farið fram hefur verið lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður komið við hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að matvæli séu framleidd sem næst neytandanum til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þá ber þess að geta að ákvæði eru um holla og góða næringu í skólanámskrám allra grunnskólanna.