Framkvæmdaleyfi vegna borunar hitaholu VH-20 við Reykjarhól Varmahlíð.
Málsnúmer 2103219
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 15.04.2021
Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til skipulagsfulltrúa vegna slóðagerðar, lagningu hitaveitu-, raf- og ljósleiðaralagna og gerð borplans vegna fyrirhugaðrar borunar á heitavatnsholu VH-20 við Reykjarhól.
Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.
Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.
Veitunefnd felur sviðsstjóra að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni til skipulagsfulltrúa í samræmi við reglugerð 772/2012 frá Ummhverfis- og auðlindaráðuneyti.