Fara í efni

Framkvæmdaleyfi vegna borunar hitaholu VH-20 við Reykjarhól Varmahlíð.

Málsnúmer 2103219

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 75. fundur - 18.03.2021

Fyrir liggur borun á hitaholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð. Staðsetning holunnar verður við rætur Reykjarhóls um 250 m í norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12.

Veitunefnd felur sviðsstjóra að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni til skipulagsfulltrúa í samræmi við reglugerð 772/2012 frá Ummhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 15.04.2021

Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til skipulagsfulltrúa vegna slóðagerðar, lagningu hitaveitu-, raf- og ljósleiðaralagna og gerð borplans vegna fyrirhugaðrar borunar á heitavatnsholu VH-20 við Reykjarhól.

Sveitastjórn samþykkti á fundi nr. 409 þann 14. apríl 2021 að veita leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli innsendra gagna. Veitunefnd lýsir ánægju sinni með að þeim áfanga séð náð og að hægt sé að hefja vinnu við verðfyrirspurn og borun.