Fara í efni

Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 2103343

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 960. fundur - 07.04.2021

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili. Stjórn sambandsins bókaði svo á fundi sínum 24. mars 2021: „Stjórn sambandsins þakkar fyrir framkomnar upplýsingar og telur að vel hafi tekist til við að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem eru í aðgerðaáætluninni. Jafnframt hvetur stjórnin sveitarfélög til að taka þátt í átakinu „Hefjum störf“.