Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

960. fundur 07. apríl 2021 kl. 11:30 - 11:53 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Álfhildur Leifsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)

Málsnúmer 2103352Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að Alþingi samþykkti 26. mars s.l. frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Afskriftabeiðnir

Málsnúmer 2103337Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202103300823426, dagsett 30. mars 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Höfuðstóll krafna er 233.407 kr. Samtals afskrift með vöxtum 406.691 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 2103338Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. mars 2021 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2021. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2021.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.

4.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um almannavarnir (almannvarnastig o.fl.)

Málsnúmer 2103323Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. mars 2021 frá nefndarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

5.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.

Málsnúmer 2104010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2021, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2021.
Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

6.Samráð; Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024

Málsnúmer 2103329Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. mars 2021 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 87/2021, "Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024". Umsagnarfrestur er til og með 09.04.2021.

7.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 2103343Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili. Stjórn sambandsins bókaði svo á fundi sínum 24. mars 2021: „Stjórn sambandsins þakkar fyrir framkomnar upplýsingar og telur að vel hafi tekist til við að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem eru í aðgerðaáætluninni. Jafnframt hvetur stjórnin sveitarfélög til að taka þátt í átakinu „Hefjum störf“.

Fundi slitið - kl. 11:53.