Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)
Málsnúmer 2103352
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að Alþingi samþykkti 26. mars s.l. frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.