Fara í efni

Tæknibúnaður fyrir Bifröst

Málsnúmer 2104021

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 29.04.2021

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks, dagsett 06.04.2021, varðandi endurnýjun á tæknibúnaði í Félagsheimilinu Bifröst. Mikil þörf er á endurnýjun á hljóð- og ljósabúnaði svo unnt sé að halda sýningar í Bifröst.
Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 965. fundur - 05.05.2021

Lagt fram ódagsett erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks sem barst 6. apríl 2021, varðandi ljósa- og hljóðtæknibúnað fyrir Félagsheimilið Bifröst. Málið tekið fyrir á 88. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 29. apríl 2021 og þar bókað: "Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr."
Byggðarráð samþykkir að eignasjóður sjái um að endurnýja tæknibúnað fyrir allt að 1.420.000 kr. og tilflutningur fjármagns milli deildar 13 og 31 verði gerður með viðauka.