Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

88. fundur 29. apríl 2021 kl. 08:00 - 08:25 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá
Ragnheiður Halldórsdóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Ragnheiður Halldórsdóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021

Málsnúmer 2104122Vakta málsnúmer

Tekið fyrir tilnefningar til samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2021. Alls bárust 20 tilnefningar og þakkar nefndin fyrir margar góðar tilnefningarnar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að veita Stefáni R. Gíslasyni Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021.

Stefán Gíslason hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið. Gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið og er Stefán alltaf tilbúinn að koma að slíku. Undir hans stjórn hafa karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður og kirkjukórar náð miklum vinsældum innanlands sem utan. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum viðburðum, m.a. undir formerkjum Sönglaga á Sæluviku. En fyrst og síðast er Stefán einstaklega samfélagslega þenkjandi og telur ekki eftir sér að leggja góðum málefnum lið með sjálfboðnum framlögum. Hinn ljúfmannlegi en metnaðarfulli kennslu- og uppeldisþáttur hans með nemendum hefur svo opnað mörgum heim tónlistar svo eftir hefur verið tekið og fjölmargir nemendur hans gert tónlist að atvinnu sinni ekki síst fyrir tilstilli Stefáns.

2.Tæknibúnaður fyrir Bifröst

Málsnúmer 2104021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks, dagsett 06.04.2021, varðandi endurnýjun á tæknibúnaði í Félagsheimilinu Bifröst. Mikil þörf er á endurnýjun á hljóð- og ljósabúnaði svo unnt sé að halda sýningar í Bifröst.
Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr.

Fundi slitið - kl. 08:25.