Landbúnaðarnefnd - 218
Málsnúmer 2104025F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021
Fundargerð 218. fundar landbúnaðarnefndar frá 30. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 218 Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2021. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2021. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kristján B. Jónsson, Elvar Már Jóhannsson, Garðar Páll Jónsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Ingi Sigurðsson, Friðrik Andri Atlason, Herbert Hjálmarsson og Egill Yngvi Ragnarsson.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Einnig samþykkir nefndin að greiða árið 2021 vegna refaveiða ráðinna veiðimanna, 20.000 kr. fyrir unnið grendýr, 10.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 1.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 9.000 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 2.000 kr. á dýr. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins aftur til afgreiðlu landbúnaðarnefndar. Samþykkt með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 218 Lagt fram bréf dagsett 1. mars 2021, móttekið 27. apríl 2021 frá Sesselju Tryggvadóttur, kt. 110965-3389, eigandi jarðarinnar Nes, L219627, F2323864, þar sem hún óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Landið er skráð sumarbústaðaland.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Landbúnaðarnefnd bendir umsækjanda á að sækja um breytta landnotkun til skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Beiðni um stofnun lögbýlis Nes L219627" Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Hegraness. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 218 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Fjallskilasjóð Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 218. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.